Próflokadjammið :-)

Já, ég verð nú að segja eins og Guðrún Inga, takk fyrir frábært kvöld og frábæran félagsskap. Við verðum að gera þetta oftar!!

Það var nú samt ótrúlegt hvað var mikið af fljótandi veitingum sem að við drukkum, það voru ófá skotin sem komust inn fyrir munnin og enginn sem að ég veit af gerði alvarlegan skandal Þögull sem gröfin

Myndir frá kvöldinu koma fljótlega inná síðuna, það tekur smátíma að flokka "BÍP" myndirnar út Hissa

Kveðja,

Alla


Unaðslegt baðhús

Þetta var hreinn unaður að fara á Baðhúsið og hitta skemmtilegar og flottar stelpur.  Ég skemmti mér mjög vel í rómantíkinni með kertaljósin og kampavínið.

Kíktium svo til Jóhönnu Lindar, þar líkömnuðust barþjónar, ég gæti trúað  að þeir væri jafnvel íslandsmeistarar þeir voru svo flínkir.  Glösin skreytt  og drykkir í ýmsum litum sem passaði vel við klæðnaðinn á okkur.  Umm dásemd.  

Skemmtilegar umræður en því miður þurfti ég frá að hverfa svo ég veit ekki hvernig maturinn smakkaðist, minn maður grillaði alltént fína svínasteik, og börnin svo glöð að heimta móðurina heim úr skólanum, að kvöldið hjá mér er fullkomnað!!!! ja eða næstum, sjáum til  hvað gerist þegar börnin eru sofnuð.

 Takk fyrir mig, og greyin mín sem ekki komuð, þetta var geggjað.

 kveðja

Linda Björk Holm Koss


Tilboð á BJÓR á Vegamótum

Tilboð á BJÓR á Vegamótum!!

Stór bjór í glasi á 450 kr.

Lítill Thule í flösku á 390 kr.

 Kveðja,

Alla og Helga


Hver að verða síðastur...

Jæja nú fer hver að verða síðastur að skrá sig með okkur á Vegamót ath að þeir sem hafa ekki látið okkur vita geri það hið snarasta.. þá vil ég beina mínum orðum að þeim kokhraustu sem hafa verið að heimta lokadjamm ár eftir Óla eftir ár....  Og hvar er Dagmar núna ?? í útlöndum eða ???

Nú er bara að halda haus og Jóhanna að halda á glasi.. en hún kláraði í dag þessi elska og ætlar að opna freyðivín í kvöld.. lái henni það ekki.. Svo var Ellen og Grétar líka að klára í dag !! hipp hipp húrra...

Með sumarkveðju úr firðinum

 


Strákar (eða erum við bara karlar?)

Strákar! Við verðum með sveigða áætlun þennan dag.
 Legg til að við mótum dagskrá sem fullnægir þörfum karla:
 Byrjum á því að horfa á Liverpool – West Ham á einhverri góðri krá.
Eftirfarandi reglur gilda:
amk. 2 bjórar hvorn hálfleikur (sama gildir um framlengingu)
1 skot fyrir hvert glatað gott færi.
2 skot fyrir hvert mark.
2 skot fyrir varða vítaspyrnu.
 Skjögrum þaðan um 16:00 í Sporthúsið þar sem við stöndum fyrir aftan þrekstigana og gefum konunum einkunn.
Heitur pottur og gufa.
Fullkomnum undirbúninginn með “S-unum þremur”.Öskrandi
 Mætum 19:45 í Vegamót og bíðum í hálftíma eftir stelpunum (eða eru þetta bara kerlingar?). Þær verða seinar eins og venjulega.
 Verðum í sambandi til að ákveða krá.
 Gestur

13 maí dagskráin

Jæja .. loksins gafst manni tími til að líta uppúr bókum og panta borð Gráðugur flestir fengu tölvupóst áðan með dagskrá en þeir sem ekki hafa fengið þá hljómar hún svona !

Konur : Baðhúsið.. heitur pottur, ljós fyrir þær sem vilja, og dekurhorn kl 15:30 -18:00 frá 18:00- 19:30 Hjá Jóhönnu Lind í ,,margarítu (drykk) og briser.  Mæting á vegamót kl 19:30 þar sem borin verður fram dýrindis þriggjarétta dinner.

Karlar : Vegamót kl 19:30 Hissa það eru greynilega bara konur í nefnd þetta árið !

En allavega þeir sem ætla með verða að skrá þátttöku

Hlakka til að fá ,,blogg" frá Írisi bloggara dauðans

Kveðja Helga


Frábært

Sælir samnemar,                                                                                                                                 takk fyrir síðast!!! Svalur                                                                                                                       Þessi síða er alveg brillíant :) Nú líður að því að sum okkar klári skólann og alvara lífsins taki við, það er ekki laust við að manni sé farið að hlakka svolítið til að fara (bara) að vinna. En það er alveg pottþétt að maður iðar svolítið í skinninu í nóv og feb þegar fjarnemahelgin er, þess vegna er gott að geta fylgst með því hvað fólk er að stússa hér. Gangi ykkur öllum vel í þeim prófum sem eftir eru.                                                                                                                                      Kveðja Alda 


Verð að vera með

Hæ öll.

 Varð líka að prófa bloggið.

Tek undir með Írisi, þetta er frábært framtak hjá ykkur stelpur Hlæjandi

Er aldeilis komin með nóg af þessum "elskulegu" skruddum og sé 13. maí í hyllingum framundan, hann heldur í mér lífinu Glottandi  Hvernig er það, er komin dagskrá? Má ekki birta hana hér svo maður geti hlakkað ennþá meira til?

Gangi ykkur öllum súperdúpervel í prófunum !

Anna Guðrún

Ps. Þið sem eruð í kostnaðarbókhaldsprófi eigið alla mína samúðÖskrandi Sendi ykkur mína sterkustu strauma.


Hó hó hó

Mig fór allt í einu að  klæja í puttana og stóðst ekki mátið þótt ég sé farin að anda í bréfpoka út af KOS.  Ætla samt að bíða  fram yfir próf með að kála ykkur með "alvöru" bloggfærslum. Get samt ekki látið hjá líða að hrósa upphafsmönnum fyrir þetta framtak. Gangi ykkur öllum rosalega vel í prófunumBrosandi

Kv.,

Íris 


Gestur er bestur !!

Nú eru þær alveg að missa sig yfir Gesti... Hann er bara æði; segja þær.. búin að senda þeim kostnaðar legar upplýsingar í kippum.....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband