HA hittingur 8. nóvember

Sæl öllsömul

Næsti lunch er fyrirhugaður þann 8. nóvember kl. 11:45 (til að fá góð stæði og lenda ekki í bið með mat).
Þetta verður líklega síðasti lunch-inn minn í smátíma þar sem ég stefni á að flytja í kringum 12. nóvember svo það væri mjög gaman ef það væri góð mæting til að ná að kveðja sem flesta :)

Bestu kveðjur,
Alla Londonfari


Næstu fjarnemadaga

Komið hefur í ljós að allir fjarnemar hafa skilað sér aftur að loknum fjarnemadögum um síðustu helgi. Það er svo sannarlega af því góða og hefjum við því undirbúning að næstu fjarnemadögum strax !

Þeir verða haldnir dagana 28. febrúar - 2. mars og kjörið fyrir eldri nemendur að taka þessa helgi frá og skella sér í höfuðstaðinn.

H.


Fréttir af fjarnemadögum

Það er víst löngu kominn tími á eina færslu frá ritstjórn, þá fyrstu í haust !!

Fjarnemadagar hafa farið einstaklega vel fram og höfum við skemmt okkur konunglega eins og okkar er von og vísa. Skólasókn hefur aldrei verið betri en samt hefur ekkert verið gefið eftir á kvöldvökunum ! Sjálfur vil ég koma því á framfæri að ég var með 100% mætingu - eitthvað sem tókst aldrei þegar Jarlinn var í eftirdragi !!

Vísindaferðin var farin í Vífilfell og var drukkið úr eins og einum bruggtanki verksmiðjunnar. Að því loknu var haldið á Strikið/Parken sem er gamli Fiðlarinn og boðið var uppá meira öl og pizzahlaðborð. Dagskránni var þar með ekki lokið því næst var skundað á Amor þar sem hinir lögbundnu tveir kútar fjarnema voru drukknir. Hljómsveitin Eurobandið hélt uppi stuðinu á Vélsmiðjunni þar sem eingöngu voru teknir Eurovision slagarar og sungum við og tjúttuðum sem aldrei fyrr - tvö kvöld í röð Cool

Ólíklegasta fólk hefur stigið fram í sviðsljósið og djammað af meiri krafti en áður hefur þekkst. Margar sögur hafa verið sagðar og sú besta fjallar um húsbíl en ekki verður frekar fjallað um hana af virðingu við suma Whistling

Þetta er væntanlega næst síðasta fjarnemahelgin mín en ég er ekki frá því að þetta sé sú skemmtilegasta. Það er mikill auður fólgin í því að hafa kynnst frábærum samnemendum.

Við erum flottust !!

H.


HA hittingur 11. október

Sæl öllsömul

það var fámennur en góður hópur sem hittist í lunch í dag, alls 8 manns. Þetta var reglulega gaman og eiginlega ómissandi þáttur í tilverunni. Nú stendur fjarnemahelgin yfir og ég óska ykkur góðrar helgar það er ekki laust við að manni langi að vera með ykkur...

Annars sendi ég ykkur öllum góðar kveðjur og vona að sem flestir mæti í næsta hitting sem verður 8. nóvember.

Kær kveðja

Elfa Bj.

  


Næsti HA-hittingur fimmtudaginn 11. okt. kl. 11.45, látið berast

Hæ hæ

Ákvað að setja tímasetninguna hér inn svo fólk myndi fara bóka hádegið hjá sér. Endilega látið orðið berast.

Það er óþarfi að skrá sig, en hugmyndin er sú að til að halda hópinn að hittast á eins mánaða fresti annan fimmtudag í mánuði. Vonumst til að sjá sem flesta.

Hvernig gengur annars lífið hjá fólki í skólanum og eftir skóla?

Kveðja,
Alla


HA-hittingur á Vegó fimmtudaginn 6.sept. kl. 11.45....skyldumæting, látið berast

Sæl og blessuð

Við Elfa ákváðum hitting okkar HA-nema á Vegamótum í hádeginu fimmtudaginn 6.sept. kl. 11.45....en það er sko skyldumæting. Endilega látið orðið berast.

 Vonumst til að sjá sem flesta.

Kveðja,
Alla og Elfa

Ps. það er óþarfi að skrá sig, en hugmyndin er sú að til að halda hópinn að hittast á eins til tveggja mánaða fresti í lunch og þeir mæta sem komast, ræðum það frekar þann 6. sept.


Til hamingju með daginn!

Ég vil óska öllum útskriftarnemum til hamingju með daginn. Nú eru þið formlega orðnir viðskiptafræðingar. Mér skilst að Jarlinn af Carlsberg hafi átt að fá viðurkenningu frá skólanum fyrir það eitt að útskrifast Tounge

Ykkar verður sárt saknað þegar ný önn hefst í haust en við reynum að höndla það eftir bestu getu. 

H. 


Próflok nálgast.. sumir búnir en aðrir ekki.

Einhverjir nemendur hafa nú lokið próftöku en aðrir sitja ennþá sveittir yfir skruddunum og klára síðustu metrana. Undirrituð hefur lokið sinni plikt þessa önnina W00t og nú er bara að krossa fingurna og vona að ekki þurfi að taka aðra ferð í Hafnarfjörðinn í næsta mánuði Whistling

Takk fyrir önnina, baráttukveðjur til ykkar sem enn eruð að lesa og sjáumst svo á föstudaginn Wizard
Betan


Dagskrá próflokadjamms

Nú liggur fyrir endanleg dagskrá fyrir próflokadjammið. Mæting er á Vegamót kl. 19:30 stundvíslega.

Matseðill kvöldins er nokkuð girnilegur en hann samastendur af:

  • Ferskt salat með kókos-sesam steiktum kjúklingi og mangó-karrýdressingu
  • Grillaðar nautalundir með grænpiparsósu og heitu kartöflusalati
  • Brownie með ís, súkkulaðisósu og jarðaberjum
  • Verðið fyrir þessi herlegheit er aðeins kr. 3.490,-

    Alls hafa 23 skráð sig í matinn en möguleiki er að bæta fleirum við. Ef einhverjar hafa sérþarfir með mat vegna ofnæmis o.þ.h. þarf undirritaður að vita það og því verður reddað.

    KOMA SVO !!!!!!

    H.


Er matseðill að fæðast ?

Krossaprófið hér á síðunni er að fæða af sér ansi girnilegan matseðil. Eins og staðan er þegar þetta er skrifað lítur matseðillinn svona út:

  • Ferskt salat með kókos-sesam steiktum kjúklingi og mangó-karrýdressingu
  • Grillaðar nautalundir með grænpiparsósu og heitu kartöflusalati
  • Brownie með ís, súkkulaðisósu og jarðaberjum

Þetta er ekkert til að svekkja sig á!

Á morgun verður maturinn pantaður og því er enn hægt að taka krossaprófin. Þetta eru einu prófin þessa dagana sem ekki er hægt að falla í.

Enn er pláss fyrir fleiri í matinn - tökum nú eina lokasmölun í sameiningu.

H.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband