Ánægja með HAR2103

Almenn ánægja ríkir með áfangann HAR2103. Frammistaða nemenda var langt yfir bestunarmörkum og stefnir allt í það að um 30% hafi náð áfanganum.

Meira síðar.

Ritstjóri.


Ritstjórinn rekinn !

Þar sem nýráðinn ritstjóri síðunnar hefur verið upptekinn af því að vera Vinur Hafnarfjarðar hefur hann verið rekinn. Nýr ritstjóri hefur verið ráðinn og kýs hann að skrifa undir dulnefni.

Í tilefni ritstjóraskipta hefur verið þróað nýtt útlit á síðuna.

 

Ritstjóri.


Menntasetrið við Lækinn

Gamli Lækjarskóli í Hafnarfirði hefur tekið á sig heimilislegan svip. Stelpurnar eru farnar að flytja heilu og hálfu búslóðirnar til að láta fara sem best um sig í próflestrinum. Elstu Gaflararar segja þetta fyrirboða jólanna  Halo

Ritstjórinn fær verðlaun !

Úr tíma í HAR 2103

Á fjarnemadögum í október tók hinn knái og lipri penni við ritstjórn síðunnar.

Síðan þá hafa öll skrif legið niðri á síðunni ! Af því tilefni var Inga veitt innganga í félagsskapinn "Vinir Hafnarfjarðar". Það var enginn annar en bæjarstjórinn í Firðinum sem veitti Inga inngöngu í þennan skemmtilega félagsskap kverúlanta.

 

 


Úff hvað maður er orðin kærulaus...

..... og þreyttur á fjórða ári. Kveðja, Alla


Ævintýraferð

 Þá er fjarnemadögum á Akureyri lokið. Erum eiginlega sammála um að hafa verið brjálæðislega duglegar og hafa haft hryllilega mikið að gera. Höfum unnið frá morgni til kvölds án þess að það hafi bitnað óhóflega á sósíallífinu. Lentum reyndar í smá ævintýri á leiðinni heim – allavega finnst okkur borgarbörnunum merkilegt að lenda í byl á heiðum. Fengum fyrir vikið lögreglufylgd yfir Holtavörðuheiði eins og fínar frúr þar sem bílar höfðu farið útaf og löggan var í því að kippa ökumönnum aftur á veginn. Ferðin öll gekk samt vel og var líka skemmtileg. Meðfylgjandi er mynd af ferðalagi okkar á heiðinni.

Alla, Elfa, Íris og Ólöf.


Fráhvarfseinkenni !!!!

Sælt veri fólkið 

Fráhvarfseinkenni Nei.. get nú ekki sagt það Ullandi Það er eiginlega ljúft að hafa ekki nagandi samviskubit yfir bókalestri.  En ég tók eftir því á msn í kvöld að sumir eru með.. ,,byrjuð að læra" og ,,skólinn byrjaður" á meðan aðrir voru með ,,bráðum byrjar skólinn"  Þetta fer líklega eftir fögum.

Annars fórum við nokkrar á skrall um daginn í tilefni þess að skólinn er að byrja, ekki leiðinlegt það.

Kveðja Helga Jóns


Gratulera!!!!!!

Til hamingju.

Kannski ég verði í þessum sporum að ári liðnu!  En þið kæru samnemendur til hamingju með árangurinn. 

bestu kveðjur.

Lindabjörk 


TIL HAMINGJU !!

Innilega til hamingju með útskriftina öll sömul. Þið eruð hetjur Hlæjandi.

Það kemur að okkur hinum síðar.

Kv. Anna Guðrún.


Fólkið á bak við ,,nikkin"

Hæ aftur..

Ég verð að bæta við að Alla var að ýtreka það við okkur í gær (að vísu kominn í glas en okei) að það eiga allir að vera með myndir af sér, hún hótaði okkur góðfúslega að hún myndi gera það sjálf úr eigin myndasafni ef við færum ekki að bregðast við; þannig að nú er eins gott að bregðast skjótt við !

En það var einmitt í gær fyrir norðan að ég hitt eina sem heitir Lína og er á Ísafirði, við erum búnar að vera í msn sambandi og unnum verkefni saman sl hausönn en aldrei sést. Sætin voru merkt við útskrift þannig að ég var búin að sjá hvar hún átti að sitja. Þegar hún svo kom kynnti ég mér fyrir henni. Vorum báðar jafn hissa á hvor annarri, búnar að ímynda okkur hvor aðra allt öðruvísi.

En sem sagt allir að vera duglegir að setja inn mynd af sér (líklega ég líka)

mbk Helga Jóns


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband