Færsluflokkur: Bloggar

Nýr veitingastaður ?

Hvernig leggst það í mannskapinn ?  Þótt miðbærinn sé sjarmerandi þá er hann allur sundurgrafinn  og glatað að fá bílastæði þótt maður sé á smá bíl Pouty 

Við Ólöf leggjum til að næst verði prófað Red Chilli á efst á Laugarvegi eða Ruby Thusday í Skipholti. Endilega setjið inn comment á það eða hugmyndir af öðrum stað.

Svo bara **poj **poj **og allt það til ykkar sem eruð á fullu að skrifa Sick  

Kveðja Helga


HA-LUNCH

Hæ öllsömul

bara að minna á að á morgun er annar fimmtudagur og það þýðir lunch kl. 11.45 á Vegamótum. Til ykkar sem eruð uppfyrir haus í ritgerðarskrifum sendi ég baráttukveðjur, gangi ykkur vel.

Kveðja

EBB


Til útskriftanema :)

Hæ hæ

 Mig langaði að setja smá umræðu af stað til útskriftanema og kanna viljann fyrir því að leigja okkur flugvél norður á útskriftardaginn okkar Cool Flugið yrði sniðið að dagskrá dagsins þannig að lending á Ak væri fyrir athöfn og flogið aftur til Rvk eftir athöfn.

 Þeir sem hafa áhuga á því að vera með endilega skráið ykkur á listann og fjölda þeirra sem fylgja með (fjölskylda og vinir).

Ef þátttakan verður góð, mun verða skoðað hver kostnaður yrði við slíkt flug og það sett lagt fram til samþykktar.

1. Elísabet Árnadóttir + 2
2. Iðunn Arnarsdóttir + 1
3. Haraldur Haraldsson +1
4. Guðrún Antonsdóttir +2
5. Hildur Hrund Hallsdóttir +1
6. Soffía +3

 


Fámennt en góðmennt

Hittingurinn á Vegamótum í gær var fámennur en afskaplega góðmennur. Mikið rætt og spjallað um lífsins gagn og nauðsynjar.

Ástandinu í þjóðfélaginu voru gerð góð skil þar sem útskrifaðir ásamt væntanlegum útskrifarnema rifjuðu upp snilli sína frá námsárunum ásamt því að ræða um alla þá gríðarlegu góðu menntun sem nýtist í starfi og leik í dag.

Sérstkalega var rifjað upp GRI og MKE, því það sem þar var kennt hefur komið að geisimikilli notkun nú á síðustu og verstu tímum. Einnig var farið út í mun alvarlegri umræður sem snérust um uppbyggilegar ferðir erlendis þar sem golfkylfur voru hafðar í hliðarhólfi, hvernig hægt er að efla starfsanda með kökum og bjórkvöldum þegar fyrirtækin eru að draga saman seglin, hvernig best sé að klæða sig  þegar partý eru annars vegar ásamt fleiri góðum ráðum sem nýtast til daglegra athafna.

Eitt er víst, að það verður enginn svikinn af HA hittingi, því þar eru efstu mál á baugi hverju sinni gerð góð skil og kryfjuð til mergjar

Hvet ykkur öll að mæta í næsta hitting sem verður fimmtudaginn 11.apríl -alltaf gaman.


Lunch fimmtudaginn 13. mars

Hæ öllsömul

Þá er komin annar fimmtudagur enn einusinni.  Við eigum pantað borð á Vegamótum kl 11.45 og vona ég að sem flestir mæti. Líklega verður borðið innst í salnum niðri ef ekki þá er bara að leita af fallegasta og gáfaðasta fólkinu á svæðinu og það munu vera við:)

Hlakka til að sjá ykkur

kær kveðja

Elfa B


HA lunch á morgun?

Hallúú

Eru allir svo niðursokknir í vinnu og skóla að HA luncharnir bara gleymast? Saknaði ykkar í síðasta mánuði og finnst alveg ófært ef verður ekkert í þessum mánuði heldur.

Eigum við ekki að hittast á morgun eins og upphaflega planið sagði til um? Vegamót as usual??

Anna Guðrún 

 


Fjármálafallið

Það er alveg svakalegt að vera að klára þetta nám núna þegar búið er að finna frábæra leið til að taka það á auðveldan máta OG með fyrstu einkunn.

Þessi aðferð krefst samvinnu og gagnkvæmt traust en svínvirkaði núna í haust.Þessi aðferð er í raun bara þróun eða afbrigði af svokölluðu „Fjármálafalli“ en eins og allir vita var það svona:

1) Fara öll í próf en gera samkomulag að svara EKKI meira en 45% af efninu.

2) Þegar einkunn er birt má vænta 100% fall. Þeir sem voru vissir á þessum 45% fá þá 4,5 en aðrir í samræmi við árangur. Neðst 1,0.

3) Láta kennari kæra prófið.

4) Allir hækkaðir í samræmi við hæstu einkunn. Þar sem hún er aldrei meira en 4,5 sem hækkar þá um 5,5 í 10 þá verður lægsta einkunn 1+5,5=6,5  

 

„Fjármálafallið - Hafnarfjörður“ (FH) er þróaðri afbrigði af orginal „fjármálafalli“ og er skelfilega simpílt í allri útfærslu. Í stað þess að svara 45% að hámarki þá má mest svara 35%! Þá verður hæsta mögulega einkunn 3,5 sem verður þá hækkuð í 10 eða um 6,5. Þannig fá þeir sem skrifa bara nafnið sitt 1+6,5=7,5 og þar með fyrstu einkunn!!  

 

„Fjármálafallið – Halló Hafnarfjörður“ (eða FH^2) er enn þróaðri aðferð. Jafnvel efni í lokaritgerð. Hún gengur út á að allir skrifi BARA nafnið sitt og hámarkseinkunn verður 1,0. Þannig – samkvæmt kenningunni – ættu allir að vera hækkaðir í 10. Helsti vandinn við FH^2 er að finna sér eitthvað til að gera í 55-58 mínútur (eftir lengd nafns) áður en maður fer heim og æfir sig í að skrifa nafnið sitt fyrir næsta próf.

GT


Lunch-inn

Sæl öllsömul og innilega gleðilegt ár.

Nú þegar raunveruleikinn er að taka aftur við er um að gera að taka upp gamla siði og einn þeirra er luncinn okkar frægi á Vegamótum annan fimmtudag í mánuði sem er einmitt núna 10 janúar.

Því miður kemst ég ekki en hvet ykkur til að mæta. Það er ekki búið að panta borð en ef þið gerið það endilega biðjið þá um hornið góða innst inni á staðnum. Síminn á Vegamótum er 511-3040.

 

Kær kveðja og hlakka til að hitta ykkur næst

Elfa B


Gleðilega hátíð

 

Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum frábærar samverustundir á árinu sem er að líða.

HAnemar


Nýjar myndir!

Sæll öllsömul

Nú er búið að hlaða inn myndum frá próflokadjamminu góða sem haldið var á Vegamótum. Önnur myndavél var einnig á staðnum frá Jóhanni og má búast við að fleiri myndir líti dagsins ljós á næstu dögum.

Langar að nota tækifærið og þakka ykkur öllum fyrir skemmtilegt kvöld og sjáumst hress í janúar Police

Gleðileg jól!
Elísabet


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband