Færsluflokkur: Bloggar
Ég er alveg sammála Jóhönnu og Helgu það er alveg nauðsynlegt að fara norður. Þetta var ofboðslega skemmtilegt og hátíðlegt. Það var svo gaman að sjá alla prúðbúna og allir í skýjunum yfir að hafa náð þessum merkilega áfanga. Ég hefði alls ekki viljað missa af þessu.
Ég var svo ánægð með að Gísli skyldi hafa treyst sér til að koma, en hann var í brjósklosaðgerð fyrir mánuði síðan, hann stóð og gekk um þarna aftast og fylgdist með og sú stutta klappaði víst fyrir mér þegar ég tók við skírteininu :) Annars vorum við svo til öll fjölskyldan þarna, mamma, pabbi og litli bróðir mættu með mér frænka mín var líka að útskrifast sem hjúkka og hún gerði nú lítið annað en að smala inn viðurkenningum. Foreldrar hennar og fleiri voru með henni og um kvöldið fórum við að borða á Friðrik V. Sá staður er alveg magnaður, frábær matur og æðisleg þjónusta. Ég ætla svo að halda partýið þegar Gísli er orðinn alveg hress.
Fyrir 10 árum var ég að vinna í sveit sem stuðningsfulltrúi og hitti ég ekki bara alla familíuna (sem ég vann hjá) við myndatökuna en elsta stelpa þeirra var einmitt að útskrifast úr kennaradeildinni. Það var ofboðslega gaman enda hefur maður ekki séð þau í heilan áratug.
Ég mæli eindregið með að þið sem útskrfist næsta vor skellið ykkur norður, þetta er atburður sem maður vill ekki missa af.
kv guðrún g.
Bloggar | 11.6.2006 | 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sælt veri fólkið..
Ég er svo innilega sammála Jóhönnu Lind; það er nauðsynlegt að fara norður við útskrift. Athöfnin sem slík er mjög hátíðleg og ekki var verra að það var 23°c hiti og sól. Við fórum þrjú með flugi og heim aftur sama dag og héldum okkar partý fyrir vini og vandamenn. Einfaldara getur þetta ekki verið.
Hvað tekur svo við var spurning sem sló í gegn í mínu partý-i... ég get svarið það að ég ætla ekki að gera neitt þar til í ágúst !! svo einfallt er það nú bara, ég ætla að eyða sumrinu með peyjunum mínum þremur og Bigga, planið er að fara vestur og til eyja og guð má vita hvað.
Það var pínu skondið en við hittum Halla (frá Selfossi) á Greyfanum en hann var að útskrifa konuna sína frá auðlindadeild. Stelpan þeirra sem er 10 ára sagði okkur alveg í óspurðum að mamma sín hefði verið í Háskóla alveg frá því hún var 6 ára!! og nú væri hún 10.. ,,alveg búin að fá nóg sú stutta" en akkurat þannig upplifi ég mína gutta.. þannig að nú ætla ég að gera mitt besta til að bæta þeim upp sl. ár.
En ég var sem sagt að setja inn nýjar myndir og vona að þið skynjið gleðina sem var hjá okkur fyrir norðan.
mbk Helga Jóns
Bloggar | 11.6.2006 | 18:17 (breytt kl. 18:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er búið að stökkva til Akureyrar og fá þykkt umslag ásamt rós.
Ég, Helga og Eyjólfur (og mamma) skelltum okkur á ókristilegum tíma í flug til Akureyrar í gærmorgun til að setja punktinn fyrir aftan námið og taka við umslaginu og kinka kolli upp á sviði íþróttahallar á Akureyri.
Við enduðum þetta með sama hætti og byrjuðum þegar Eyjólfur leiddi okkur dömurnar inn á Hótel KEA í morgunkaffi fyrir athöfn þar sem við þurftum næringu og kaffi, auk þess sem setja þurfti upp andlit og lagfæra búninginn. Við rúlluðum þó ekki út af KEA núna eins og var á fyrstu fjarnemadögunumu okkar haustið 2003 heldur gengum út í dásamlegt veður hvert annað glæsilegra. Athöfnin var venjubundin, nokkuð löng ræða og síðan þrömmuðu kandídatar í halarófu og tóku við umslögunum. Að athöfn lokinni var myndataka sem tók dágóða stund og þurftir sumir að stunda loftfimleika á meðan aðrir voru komnir með náladofa í lappirnar þar sem þetta tók tímann sinn. Síðan fórum við á Greifann og fengum okkur hvítlauk og einn kaldann fyrir flugið heim þar sem skipulagður gleðskapur var í hverju húsi
Ég verð að mæla með því að mæta á staðinn, gaman að sjá alla samnemendurnar prúðbúna og geislandi af hamingju og fá það loksins á tilfinninguna að erfiðið hafi skilað tilætluðum árangri.
Hjartanlega til hamingju með útskriftina öll sömul og verum nú dugleg að halda við kynnunum. Það verður gaman að fylgjast með næsta vor þegar megnið af þeim fríða hópi sem hóf námið 2003 ljúka BAKKALÁRPRÓFI (heitir það í skírteininu).
Jóhanna Lind, loksins orðinn viðskiptafræðingur
Bloggar | 11.6.2006 | 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hey guys
Mig langaði bara að deila því með ykkur hvað það er yndislegt að geta gert hvað sem maður vill þegar við erum í sumarfríi frá skólanum án þess að hafa samviskubit.... Eruð þið ekki sammála mér?
Annars er maður rétt að venjast því að hafa allan þennan tíma til aflögu. Er að fara á golfnámskeið og fleira og fleira....hlakka rosaleg til að eyða fríinu á vellinum.
Svo vil ég hvetja alla að skrifa færslur hér inni og setja myndirnar af sér inná síðuna svo að við þekkjum hvort annað örugglega....svo væri líka gaman að senda fleirum slóðina á síðuna og aðgangsorðið. Við erum ekki nema 19 skráð á síðunni og eingöngu mynd af mér og Þórlaugu.
Einnig langaði mér að óska öllum þeim sem eru að útskrifast á laugardaginn til hamingju!! Rosalega flott hjá ykkur, hlakka ekkert smá til næsta vor
Kveðja,
Alla sem þarf bara að vinna þessa dagana
Bloggar | 9.6.2006 | 00:11 (breytt kl. 10:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hæhæ
Það virðist ekki vera mjög mikið um að vera hérna ákvað að beiðni Helgu að setja inn einhverjar fréttir. Ég er loksins komin með vinnu eftir langa leit og margar neitanir Fékk vinnu hjá Borgarbókhaldi er ráðin þar inn sem sérfræðingur. Er nú bara búin að vinna í tvö daga og fór sá fyrsti einungis í að lesa ársreikinga, fjárhagsáætlanir og vsk.námskeið. Í dag fékk ég ágætis verkefni sem kennir á hluta af bókhaldskerfinu sem er notað. Ég mun sem sagt kynnast öllum starfsþáttum áður en ég fer í sérhæfð verkefni upp á að vita um hvað málin snúast og geta haft yfirsýn. Þetta er allt voða spennandi, skrifstofan mín verður tilbúin eftir viku en á meðan er ég að vinna í svona opnu rými sem er ofboðslega fínt. Það er mjög gaman að vera farin að glíma við einhver svona vandamál sem ekki tengjast skólanum. Finnst reyndar frekar skrýtið að hugsa til þess að maður sé búinn með námið og að það eru einungis 2 dagar í útskrift
Annars bara njótið sumarsins, það væri gaman að heyra hvað er að frétta af öðrum.
kv. guðrún g.
Bloggar | 7.6.2006 | 22:16 (breytt kl. 22:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 1.6.2006 | 13:12 (breytt kl. 13:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hæ stelpur..
Veit að þið eruð alveg sveittar að undirbúa ykkur fyrir sjúkraprófið, ættuð að berjast fyrir rétti ykkar að taka þessi próf án gjalda þegar það eru tvo próf á sama degi.. Skipum nefnd í það !! eða starfshóp, það er í tísku.
Bara að láta ykkur vita að það er ekkert svo gott veður.. bara svona gluggaveður. En er samt út á palli í sólinni alveg að verða ótrúlega brún og sæt(ari), miklu betra að sitja á þessum palli en að bera á hann ! ætla bara að hafa hann óborin eitt árið enn, finnst það töff..
Nú það helsta sem hefur verið á döfinni hjá mér eftir seinasta próf er að ég hef verið að vinna upp gamlar syndir.. skuldaði fullt af barnaafmælum, skattaskýrslur, geymslan full og bílskúrinn troðin. Það er samt ótrúlega skrýtin tilfinning að vera laus við endalaust samviskubit yfir heimanámi.
Baráttukveðjur til ykkar duglegu stelpur í Hafnarfirði..
Helga ,,alveg róleg í sólinni"
Bloggar | 25.5.2006 | 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsti pakki af myndum er kominn inn af myndavélinni hennar Helgu.
http://hanemar.blog.is/album/Djammmai2006/
Kveðja,
Alla
Bloggar | 22.5.2006 | 21:09 (breytt kl. 21:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Voru teknar eitthvað margar píp-myndir á þessu djammkvöldi eða hvað.....maður bíður og bíður eftir að þessar myndir komi inn svo að það sé nú hægt að skæla smá yfir því að hafa ekki komist með ykkur ...huhuhu.
Alla koma svoooo......... standa sig í þessu !!
kv. Ólöf
Bloggar | 20.5.2006 | 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég verð að taka undir með þeim sem hafa látið í sér heyra um próflokadjammið. Það var alveg mjög fínt. Í dag er svo aftur partídagur....Júró. Ég tók mig til að veðjaði, í local veðbanka, um að Silvía kæmist upp úr undankeppninni, myndi látta "fokk-ið" vaða og að Grikkland myndi vinna á laugardaginn. Held reyndar ekkert með Grikklandi - hef ekki einu sinni heyrt lagið. Heyrði bara einhvern segja að það væri sigurstranglegt og fannst það hljóma ótrúlega gáfulega.
Ég vona bara að þið, kæru félagar, skemmtið ykkur yfir Júró þótt sumir séu eflaust byrjaðir að lesa fyrir sjúkraprófin.
Kv.,
ÍHG
Bloggar | 18.5.2006 | 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
HA nemar
-
Inga Vala Jónsdóttir
inga@sudavik.is -
Guðrún Antonsdóttir
gudrunant@internet.is -
Iðunn Arnarsdóttir
idunna@simnet.is -
G. Soffía Guðmundsdóttir
soffiag@hotmail.com -
Guðbjörg Guðbrandsdóttir
guggag@hive.is -
G. Ásta Lárusdóttir
astal@iav.is -
Guðrún Inga Guðlaugsdóttir
gudrung@sjova.is -
Gestur Traustason
gesturtr@hotmail.com -
Haraldur Haraldsson
lava@mi.is -
Gyða Steinsdóttir
gydast@simnet.is -
Jóhannes Már Sigurðarson
johannesmar@visir.is -
Dagmar Þórleifsdóttir
daja@internet.is -
Kristín Þorgeirsdóttir
stinaogeyjo@simnet.is -
Guðrún Guðmundsdóttir
gudrun.gudmunds@gmail.com -
Helga Jónsdóttir
helgabiggi@internet.is -
Elísabet Árnadóttir
betaarna@simnet.is -
Íris Hrönn Guðjónsdóttir
irishg@internet.is -
Jóhann Rúnar Kjærbo
kjaerbo@internet.is -
Haraldur Örn Reynisson
haraldur@emax.is -
Margrét Árnadóttir
maggaogjoningi@internet.is -
Dagný Thorarensen
dagnyt@internet.is -
Alda Smith
smith@simnet.is -
Linda Björk Holm
lholm@internet.is
Við rúllum þessu upp -
Íris Huld Sigurbjörnsdóttir
irishuld@hive.is -
Berglind Rut Hauksdóttir
berglindh@simnet.is -
Anna Guðrún Auðunsdóttir
anna@heima.is -
Þóra Einarsdóttir
thora72@simnet.is -
Ólöf Edda Eysteinsdóttir
eddaey@simnet.is - Jóhanna Lind
-
Þórlaug Jónatansdóttir
thorlaugjonatans@gmail.com
Þetta tekur enda!! -
Atli Kristjánsson
atli@rjc.is -
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir (Alla)
allaiceland@gmail.com
allaiceland -
Gunnlaug Olsen Jóhannesdóttir (Gulla)
gullaolsen@yahoo.com -
Elfa Björk Björgvinsdóttir
elfa@visir.is