Færsluflokkur: Bloggar

,,All that happy people"

Ohhhh.... það er ekki hemja hvað allir eru glaðir í þessu fallega veðri... ekkert nema fólk úti brosandi allan hringinn að gefa öndunum brauð eða viðra hundana sína... allir nema VIÐ:..(enda eigum við ekki hunda ) nema Linda))  enn allavega við sem erum innilokaðar Gráta við að læra og læra og læra.. 

Í dag er boðið uppá kostnaðarbókhald, verkefnastjórnun og stjórnun IV   Það verður spennandi að sjá hvað við fáum að borða frá ,,maddöm" Elfu en hún var e-ð að tala um heimilsmat, kjötbollur og kál...  já já

En allavega njótið þess að vera í sólinni, við ætlum að njóta þess að staupa okkur á einbeytningardropum og grænu tei ásamt öllum þeim fróðleik sem svífur um stofuna.

Kveðja Helga Jóns.. (að slugsa aðeins við lesturinnn... það er víst ekkert próf í bloggi ennþá !)  


Spennan magnast

Mér skilst að nokkrir ansi myndarlegir kappar úr Hafnarfirði setji stefnuna á djammið þann 13. maí. Við boðum hér með formlega komu okkar enda gengur ekki að senda ykkur eftirlitslausar út á lífið. Skorum á litlu strákana Atla Kristjáns og Stebba kóng að stimpla sig inn - það er ekkert djamm án ykkar !

Kv. Halli, Ingi & Gestur.


Próftíðin hafin !!!

Jæja nú má maður ekki efast um eigið ágæti..  segi bara tu tu og allt það ...


Læri læri.. tækifæri..

Ohhhhh við erum að skjóta rótum hér í Hafnarfirði... 

Komnar með nesti fyrir 3 daga, Elfa kom með mat í kvöld í ,,tupperwear" getum ekki lifað á brauði og 1944 segir hún ,, algjör mamma"  æi það er svo gott að vita til þess að einhver hugsi um mann !

Erum að stúdera Kostnaðarbókhald og Fjármál, með einbeittningardropa og fleiri koníaks bætt lyf frá Kollu grasa.  sumir komnir með sár undir tunguna.. líklega ofneysla Ullandi svo er ofneysla á grænu tei og allt sem skerpir orku..

Sendum ykkur hinum baráttukveðjur úr Hafnarfirði.

Helga, Alla, Elfa, Þóra og Ólöf... ofur stúdínur....


Baðhúsið.

Hæ dásamleg síða, ég vil gjarnan fá að koma með ykkur á Baðhúsið í góða slökun eftir prófin.  Endilega skrá mig.

 

kveðja 

LindaBjörk 


Frábært framtak

Frábært framtak hjá ykkur stelpur. Ég er nú ekki í bloggdeildinni, mitt fyrsta blogg Skömmustulegur Svo það er betra að kjafta ekki af sér.

Þá er ritgerðin frá og síðustu prófin eftir. Það verður notalegt að slappa af í Baðhúsinu að þeim loknum.

 Kærar kveðjur, Jóhanna Lind


Borgar nám sig ????

Það verður fróðlegt að sjá niðurstöður úr ritgerðinni hennar Ellenar hvort Háskólanámið okkar borgi sig... á svona dögum fer maður að efast.. sól og blíða og maður eins næpa innilokaður á bókasafninu ..Svalur


Endilega skráið ykkur á hanemar listann

Hæ allir

Nú er aldeilis törn framundan...gangi ykkur öllum vel. Við höldum sko uppá hvað okkur hefur gengið vel laugardaginn 13. maí Ullandi

Endilega skráið ykkur inná fólk....neðarlega til vinstri á síðunni, svo að við getum fylgst með hverjir eru í hópnum. Þið þurfið að skrá ykkur inn...fenguð notandanafn og lykilorð sent í pósti. Svo farið þið í stjórnborð efst á síðunni og þaðan í lista og þar heitir listi hanemar. Ef þið lendið í vandræðum sendið mér bara upplýsingar og ég bæti ykkur við....

Ef að ykkur vantar notandanafn og lykilorð hafið samband við mig alla@img.is eða Helgu helgabiggi@internet.is og við útvegum ykkur það :-)  

 Kveðja,

Alla


,,Baugar eru töff"

Yfirskrift dagsins... Það er orðin ansi stuttur í manni þráðurinn ! 

Ennnnn þessu verður öllu lokið 12 maí og verður sko haldið uppá það 13 maí Ullandi

Bless í bili enda lítið eftir af ritandanum eftir 90 bls ritgerð


Hugmynd að veruleika !!!

Jæja þá er ekki aftur snúið !! 

Til þess að geta haldið þessum frábæra árgangi saman var tekið á það ráð að stofna bloggsíðu fyrir þá HA-fjarnema sem byrjuðu 2003 og útskrifast 2006-2008

Með þessu móti getum við verið í sambandi þegar við herjum á hinn vilta atvinnumarkað og miðlað reynslu og vitsmunaauð á milli okkar....

Það má líka skrifa um eigin vangaveltur..

Hlökkum til að heyra sem mest frá ykkur.

Kveðja Helga og Alla


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband