Færsluflokkur: Bloggar

Allt um próflokadjamm

Nú þegar þetta er ritað hafa 20 manns skráð sig í mat á próflokadjamminu. Við eigum pantað borð fyrir allt að 25 þannig að enn er ekkert mál að bæta sér inn. Látið þetta endilega ganga til sem flestra. Alltof fáir vita af þessari síðu okkar.

Föstudaginn 11.maí á að hittast á Vegamótum kl. 19:30 að staðartíma. Allar nánari fréttir, matseðlar og upplýsingar um skráningu er að finna í næstu frétt á undan. Minni á krossaprófin hér til hliðar.

Gerum okkur glaðan dag saman og skemmtum okkur fyrir allan peninginn !

H.


Próflokadjamm - staður valinn

Skráning gengur mjög vel fyrir próflokadjammið. Rétt í þessu gekk undirritaður frá pöntun fyrir allt að 25 manns á Vegamótum. Skráningu verður að ljúka eigi síðar en á miðnætti annað kvöld til að tryggja fleiri sæti ef áhuginn verður það mikill.

Kíkið á linkinn sem vísar á hópmatseðilinn sem við þurfum að velja af. Verðið er kr. 3.490,- fyrir þríréttað auk þess sem Thule í flösku fæst á kr. 390,-

Tjáið ykkur um réttina í Athugasemdir og/eða takið krossaprófin hér til hægri á síðunni.

Eftirtaldir hafa skráð sig:

  1. Halli
  2. Jarlinn af Carlsberg
  3. Gestur
  4. Elísabet
  5. Alla
  6. Vala
  7. Gauja
  8. Guðrún Inga
  9. Ólöf
  10. G. Soffía
  11. Guðbjörg Guðbrands
  12. Magnea
  13. Anna Guðrún
  14. G. Ásta
  15. Guðbjörg Vala
  16. Ásdís Anna G.
  17. Guðbjörg Arngeirs
  18. Kristín Þorgeirsd.
  19. Guðrún Gunnars
  20. Ólafur Ragnars
  21. Dagný Th.
  22. Margrét Árna
  23. Linda Holm
  24. .
  25. Elfa eftir mat, vonandi fyrr :-)
  26. Guðrún Antons - eftir mat
  27. Viktoría - eftir mat
  28. Iðunn ungamamma - kannski eftir mat
  29. Íris ungamamma - kannski eftir mat

 

Kveðja, Halli


Próflokadjamm - formleg skráning

Nú stendur til að bóka einhvern restaurant fyrir föstudaginn 11. maí. Til þess að hafa einhverja hugmynd um mætingu er fólk beðið að skilja eftir nafnið sitt í Athugasemdir eða senda mail á lava(hjá)mi.is. Uppfærður listi verður svo birtur hér á síðunni.

Búið er að tala við Tapas barinn og kemur það í ljós á mánudag hvort þeir geti tekið á móti 20 manna hóp, eins og ég hef áætlað að þetta verði (vonandi fleiri). Þeir segja hins vegar að hópur af þessari stærð verði að velja rétt af hópamatseðli.

Ef þetta gengur ekki hafa komið hugmyndir um Galileo og svo er spurning um Vegamót. Allar hugmyndir og tillögur eru velkomnar. Þetta þarf hins vegar að klárast strax eftir helgina.

Látið þetta nú ganga þannig að enginn missi af þessu.

H.

 


Móttaka í Leifsstöð

Í kvöld kl. 23:30 verður haldin móttaka í Leifstöð í tilefni þess að Jarlinn af Carlsberg er að koma til landsins. Lúðrasveit verkalýðsins tekur lokaæfinguna fyrir 1. maí hátíðarhöldin í flugstöðinni í tilefni af komu kappans. Að móttöku lokinni verður væntanlega skundað í Stapann til að njóta tóna Sálarinnar !

Frítt öl í boði Carslberg Danmark A/S meðan birgðir endast.

 

Aðdáendur.

 

 


Góða helgi

Smá upplyfting í baráttunni LoL

Óheppilega orðaðar auglýsingar

1. Sérstakur hádegisverðarmatseðill:

Kjúklingur eða buff kr. 600, kalkúnn kr. 550, börn kr. 300.

2. Til sölu: Antikskrifborð, hentar vel dömum með þykkar fætur og stórar skúffur.

3. Nú hefur þú tækifæri til að láta gata á þér eyrun og fá extra par með þér heim.

4. Við eyðileggjum ekki fötin þín með óvönduðum vélum, við gerum það varanlega í höndunum.

5. Til sölu nokkrir gamlir kjólar af ömmu í góðu ástandi.

6. Þetta hótel býður upp á bowlingsali, tennisvelli, þægileg rúm og aðra íþróttaaðstöðu.

7. Brauðrist: Gjöfin sem allir fjölskyldumeðlimir elska, brennir brauðið sjálfvirkt.

8. Ísafjarðarkaupstaður: Starfsmann vantar,kvenmann, til starfa.

9. Vantar mann til að vinna í dínamítverksmiðju. Þarf að vera tilbúinn til að ferðast.

10. Notaðir bílar. Því að fara annað og láta svíkja sig. Komdu til okkar!

11. Vinna í boði fyrir mann til að hugsa um kú sem hvorki reykir né drekkur..

12. Ólæs? Skrifaðu okkur strax í dag og við munum veita þér ókeypis aðstoð.

Anna G 


Sálfræðiaðstoð?

Spurning um að stofna sjálfshálparhóp vegna útttaugunar og heilaleysis á síðustu metrum lokaritgerðasmíðar. Úffff hvað þetta er mikið erfiðara en ég átti von á ! 

Baráttukveðja til allra sem eru að skrifa .. og þið hin .. ykkar tími mun koma Blush

Vá hvað 11. maí verður góður dagur Cool 

Anna G


Gleðilegt sumar

Þá er komið sumar og skólinn er á síðustu metrunum. Allir væntanlega farnir að huga að prófum sem hefjast eftir tæpan hálfan mánuð Blush

Nú er kominn tími á að skipuleggja próflokadjammið. Ef einhver er með tillögu að góðum stað til að borða á, er sá sami beðinn um að skila inn athugasemd við þessa færslu.

Gæti trúað því að amk 20 manna hópur taki sig saman kvöldið 11. maí og fagni próflokum. Meira síðar.

H.


Kenningar

Það eru margar kenningar til en ég get fullyrt að þessi á ekki við í Háskólanum á Akureyri ........ eða hvað ?

 

H.


Gleðilega páska

Kæru samnemendur.

Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðilega páska og vonum að þið notið þessa frídaga á uppbyggilegan hátt. Nú er heldur betur farið að styttast í að maímánuður renni upp með öllu tilheyrandi.

Ritstjórn. 


Vinir vs. óvinir

Það er alveg ljóst að maður þarf enga óvini þegar maður á svona vini.

http://prakkarinn.blog.is/blog/prakkarinn/video/1036/

Kv. H.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband