Færsluflokkur: Bloggar

Snillingar....

Mikið rosalega er ég ánægð með ykkur strákar !! þið standið ykkur vel í blogginu og gaman að sjá hversu vel þið haldið utan um okkar litla hugarfóstur.

Af vinnumarkaðinum er allt gott að frétta, þetta er bara þið vitið þessi hefðbundna nine to five vinna og svo bara heim og dúlla sér eftir það, laus við allt samviskubit... Hef samt verið í beinu sambandi við Ólöfu vinkonu en reyni að taka þetta ekki mikið inná mig, sef þó í gulu og með glósur undir koddanum svona til að sína móralskan stuðning, svo þykist ég líka alltaf vera rosalega þreytt eins og hún og ég ætla heldur ekkert að fara í strípur fyrr en öll prófin eru búin.

Aðal lestrarefni þessa önnina hafa verið bækur og tímarit á íslensku s.s. Séð og Heyrt, sjáflstyrkingabækur af ýmsum toga til að byggja upp auma sál eftir langvarandi háskólabókarlestur og svo í seinni tíð auðvitað Gestgjafinn... allt eru þetta góð og gangleg rit.

Með kveðju

Helga Jónsdóttir ,,útskriftarhópur 2006"

 


Próflokadjamm

Jæja kæru samnemendur. Nú styttist í próflok, sumir eru búnir en aðrir eiga allt að 3 próf eftir.

Krossapróf á síðunni gefur til kynna að mikill áhugi sé á því að hittast á föstudag og gera eitthvað saman. Ritstjórar síðunnar, Halli og Ingi, og ritstjóri athugasemda, Gestur, eiga samanlagt 7 próf eftir sem gefur okkur ekki mikinn aukatíma í skipulag. Þess ber þó að geta að öll prófin okkar eru EASY!

Nú skorum við á fólk að fara að nota síðuna meira í stað þess að lesa bara bullið í okkur. Notið nú athugasemdirnar til að koma með tillögur að stað sem við getum hist á og fengið okkur smá í tánna. Allar tillögur eru vel þegnar og MUNIÐ að þetta er EKKI lokaður klúbbur Besserwissera!

Nú verður spennandi að sjá viðbrögð ykkar - tíminn til að gera ráðstafanir er að renna út.

Kveðja,

Ritstjórn


Einn léttur fyrir próf dagsins

Gamall maður lá á dánarbeði. Þegar hann finnur að hann á aðeins fáar mínútur eftir ólifaðar kemur dásamlegur kökuilmur úr eldhúsinu. Konan var að baka uppáhaldið hans, súkkulaðibitasmákökur. Með einstökum viljastyrk tekst manninum að hífa sig fram úr rúminu, skríða út úr herberginu fram eftir ganginum og inn í eldhús. Þegar þangað var komið beitti hann allra síðustu kröftunum í að teyja sig eftir smáköku. Þegar hann er svo gott sem kominn með eina í hendina lemur kona hans á handabakið á honum með sleif og segir: Láttu kyrrt, kökunar eru fyrir erfidrykkjuna!



Hún á afmæli í dag ......

Afmælisbarnið ásamt Elfu sem er þekktust fyrir leik sinn í Golden Girls.
Hún Alla okkar, einn upphafsmanna þessarar síðu, á afmæli í dag. Enn á ný kemur afmælisdagurinn upp í miðjum próflestri og skv. Markov er hún með ólíkindum óheppin að þetta gerist 3 ár í röð ! Hún er þó ekki á því að láta þetta pirra sig og stefnir á að halda veglegt "tvítugsafmæli" á næsta ári, enda hnátan að útskrifast í vor og enginn próflestur sem truflar þá.

Tilkynning frá tölvudeild

Tölvudeild hefur orðið var við kvartanir frá nemendum vegna villumeldinga sem sumir hafa verið í miklum vandræðum við. Eftir að hafa skoðað þessar meldingar hefur komið í ljós að þetta er vandi í örfáum tölvum nokkurra fjarnema.

 screenshot1

Þessi villa hefur einungis angrað einn fjarnemenda og ekki ástæða að óttast. Þetta er einungis tilkynning frá póstforriti um að nýtt verkefni hafi borist. Svo virðist sem að póstforritið hafi "lært" að meðhöndla póst vegna ítrekaðra tilvika sem öll eru eins.

screenshot3

Svo virðist sem að allnokkrir hafi þurft að berjast við þessa villumeldingu en enn og aftur er ekkert að óttast. Tölvudeild hefur náð að rekja þetta til áfanga "HAR 2103" og er þetta einungis WebCt að láta vita að verkefni hafi borist. Ólíkt fyrri villunni er þetta verkefni á frumstigi og þarf að vinnast af sjálfsdáðum.

 Tölvudeild vill benda fólki á að taka þessu öllu með stökustu ró en allt eru þetta venjulega tilkynningar sem berast notendum sjálfvirkt. 

 Kv,
IT department


HAR hornið

Hagmældur lesandi síðunnar frá bænum Rauð í Vínlandi sendi ritstjórn eftirfarandi ferskeytlu. Við kunnum honum bestu þakkir.

    Verk eitt og tvö og þrjú og fjögur

    Markov, heild og jafna

    Krossapróf og einkunn mögur.

    Beðið eftir Bjarna

           


Einkunn fyrir krossapróf 1 og mikilvæg atriði

Góð mæting var í prófið sem var í léttari kantinum að þessu sinni. Spurt var um hvort almenn sátt væri um nýtt útlit síðunnar og merktu um 82% við rétt svar og teljast hafa staðið áfangann. Það voru samt heil 18% sem misstu sig á músinni og þurfa að taka næsta krossapróf hið fyrsta.

Mikilvæg atriði:

  • Heimsóknum á síðuna hefur fjölgað gríðarlega sem gerði það að verkum að mbl.is og blog.is fóru á hliðina fyrr í kvöld. Unnið er að framtíðarlausn á vandamálinu.
  • Mikilvægt er að vísa öðrum nemendum á síðuna þar sem tilgangur hennar er að hún verði einskonar hugarhreinsun okkar allra, þá er ég ekki að meina heilaþvottur - nóg komið af honum. Þannig getur hún kannski kallað fram einstaka bros, sem ekki veitir af eftir allt tuðið í Hafnfirðingum í vetur. Já nei, það þýðir ekkert að klaga mig til rektors fyrir þessi ummæli !
  • Taka þátt í krossaprófinu um próflokadjamm. Einn heppinn þátttakandi fær fría bílferð á fjarnemadaga með ritstjórn ! Stutt er í birtingu einkunna úr prófinu.

Gangið annars hægt um gleðinnar dyr þessa helgi. Ég minni á próf á mánudag í Skattskilum fyrir lengra komna, Mats- og kerfisfræði (þessi áfangi er ekki á Matvælabraut) og Stærðfræði I sem er áfangi sem skilur hismið frá kjarnanum.

Góða nótt af skrifstofu ritstjórnar.

 


HFJ Daily

Í próftöflunni í dag var það helst að Gæðastjórnun fór fram sem og Fjárhagsbókhald eftir hádegi. Nemendur vilja meina að vel hafi verið staðið að prófunum og lofa þeir prófstjóra fyrir frábært fyrirkomulag sem og Tedda fyrir móralskan stuðning.

Prófstjóri sá ástæðu þess efnis að senda inn áminningu á vef Stefaníu um að nemendur yrðu að mæta í próf og vera - in person - á staðnum til að próftilraun yrði skráð. Mikill æsingur varð meðal nemenda sem voru auðvitað allt annarsstaðar að undirbúa jólin. Sagan segir að Teddi hefði þurft að vísa frá fjölda staðgengla sem mættir voru á réttum tíma. Margir nemar voru með mótmæli og almennan gauragang og höfðu um þetta sterk orð og m.a. sagði einn nemandi að hann vissi bara alls ekki hvað af honum væri ætlast af þessum berserkjum fyrir norðan...

Í vikunni gerðist það að nokkrir nemendur í Stefnumótun fengu einkunn sína hækkaða vegna óþekktrar reiknireglu sem Bjarni Hjarðar kenndi í HAR. Prófstjóri vissi ekki hvernig hann átti að snúa sér í þessu máli en þegar ónefndur nemandi (nefndur eftir fólki í heimsókn) vildi einfalda þetta fyrir honum og byrjaði á setningunni - SKO, ÉG SKAL SÚMMA ÞETTA UPP FYRIR ÞIG - þá ákvað hann í fljótfærni að hækka alla þá sem vildu. Frestur vegna beiðni um hækkun er auðvitað framlengdur til mánudagsins 18. desember.

-------------------

Heyrst hefur...

Að stúlkurnar sem búa í Lækjarskóla hafi samið við Vöruflutningamiðstöðina vegna flutninga heim fyrir jól.

Að Halli ætli AFTUR að skipta jeppanum upp í nýjan (annan lit).

Að Alla sé þreytt. 

Að busa skuli nýnema í læknum.

Að stjórn REKA sé skipuð lifandi fólki og mjög virku.... fyrir staðarnema.


-------------------

Teddi vill endilega að því verði komið á framfæri við vistmenn Lækjarskóla að léleg umgengni og gæludýr verði ekki liðin. Og ekki sparka í kaffivélina.

DSC00068
Bo Halldórs á AEY - Halli og Ingi á gólfinu í svaka swingi


Krossapróf

Ritstjórn síðunnar hafa borist ótal fyrirspurnir varðandi krossapróf hér hægra megin á síðunni. Vegna þessa hefur ritstjórn ákveðið að senda frá sér eftirfarandi ábendingar.

Ekki er dregið niður fyrir ranga krossa, einungis er einn réttur af þeim möguleikum sem í boði eru. Nemendum er bent á það að hægt er að taka prófið oftar en einu sinni.

Frekari fyrirspurnir er beint til prófstjóra, Haraldar V. Haraldssonar.

SKÚBB... Eldheitar fréttir (bárust með mjólkurbílnum)

mynd_51.jpg

Nýjustu fréttir frá háskólafleyinu IS-AEY herma að snillingurinn og lífskúnsterinn Bjarni Hjarðar muni koma til með að kenna Stærfræðilíkön sem í daglegu tali eru nefnd Stærfræði II.

Þessi breyting á einungis við um þá sem eru á fjármálabraut og því þurfa frístundanemar á færibandabrautum háskólans, eins og Halli, ekki að hafa áhyggur. Þessar fréttir hafa hreyft við háskólasamfélaginu hér fyrir sunnan og heyrst hefur að Elfa ætli að kæra þessa ráðningu til Rektors og jafnvel fara með þetta til mannréttindadómstólsins í Haag ef ekki verði breyting á, í nafni háskólanema og fátæks fólks í Afríku.

Fráfarandi kennari hafði það oft á orðið að fólk yrði að-laaeera að laaeeera- en núna tyggi hann á orðunum -laeera að kjjeeeennna- og á hann þá líklega við um lífskúnsterinn BH. BH er enn að fagna gríðarlega góðri útkomu úr nemendamati skólans sem fór fram á dögunum, en úr henni kom gríðarlega mikið fall... þó hafi hann náð og gott betur (jafnvel einstaka níur!!).

Talað er um að hann hafi notað slembiútreikning Markovs til að sannfæra stjórnendur um ágæti sitt. Útkoman var í jákvæðri fylgni við áfangann HAR2103.

Myndin er tekin í kvöld í Austurstrætinu af 1. árs nemenda sem fékk fréttir um væntanlegan stærfræðikennara við H.A..


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband