Unaðslegt baðhús

Þetta var hreinn unaður að fara á Baðhúsið og hitta skemmtilegar og flottar stelpur.  Ég skemmti mér mjög vel í rómantíkinni með kertaljósin og kampavínið.

Kíktium svo til Jóhönnu Lindar, þar líkömnuðust barþjónar, ég gæti trúað  að þeir væri jafnvel íslandsmeistarar þeir voru svo flínkir.  Glösin skreytt  og drykkir í ýmsum litum sem passaði vel við klæðnaðinn á okkur.  Umm dásemd.  

Skemmtilegar umræður en því miður þurfti ég frá að hverfa svo ég veit ekki hvernig maturinn smakkaðist, minn maður grillaði alltént fína svínasteik, og börnin svo glöð að heimta móðurina heim úr skólanum, að kvöldið hjá mér er fullkomnað!!!! ja eða næstum, sjáum til  hvað gerist þegar börnin eru sofnuð.

 Takk fyrir mig, og greyin mín sem ekki komuð, þetta var geggjað.

 kveðja

Linda Björk Holm Koss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hanemar

Já sæl öll... og takk fyrir síðast :-)

Þetta var nú aldeilis frábært kvöld... byrjaði vel þarna í baðhúsinu og hjá Jóhönnu urðu til, eins og áður kom fram, barþjónar... á Vegamótum var etinn dýrindis matur og auðvitað drukkið vel af þeim veigum sem til voru. Mohito var drukkinn á línuna og sýndist hverjum sitt um ágæti þess drykkjar. Nokkrir fóru að hugsa eitthvað um salat og fetaost,,, hvernig þeir fengu þá samlíkingu get ég enganveginn skilið,,, en ég veit það bara að minn hugur fór ekki í þá átt. Maturinn var náttúrlega afskaplega góður og á milli rétta fóru nokkrir í skotin,,,nefnum engin nöfn, skotin voru mjög góð en eitthvað stóð á áhrifum þeirra drykkja. Eftir vegamót fóru sumir, þar á meðal undirrituð, á Thorvaldsen og Rex og get ég alveg sagt það að maðurinn sem vert er að þekkja á "pöbbarölti" er hann Eyjó !!! ÓJá, hann gekk að hverjum dyraverði af fætur öðrum,, sagði einhver vel valin orð við þá, veifaði höndum og eins og fyrir töfra, þá flugum við inn á nó time og fram hjá allri röð.... :-) Svo náttúrlega þekkti hann einhverja eigendur sem vildu endilega bjóða á barnum og því neitar maður auðvitað ekki- þó svo undirrituð hafi verið byrjuð í vatninu...Jebbs,hann Eyjó er snillingur. Á hverjum stað þurfti auðvitað að gera vettvangskönnun og gá að því hvort barþjónar kynnu að blanda drykki,,, jú,jú - ekki stóð á því þetta smakkaðist allt mjög vel- en almennt var talið að eftir þessa svakalegu próftörn væru nemendur (núverandi og fyrrverandi) búnir að þjálfa þol sitt svo vel að drykkir bara ættu ekki greiða leið út í blóðið þessa dagana. Því var hægt að smakka og smakka án teljandi vanræða og án þess að eiga á hættu að skila einhverju til baka á gangi milli pöbba...

En undirrituð ákvað að fara heim um það leyti sem klukkan sló 03:00 og gekk af stað út Lækjartorgið í yndislegu veðri í átt að leigubílunum. Komst heim við góðan leik og vaknaði í morgun,,, jú bara nokkuð hress. Tók góðan göngutúr úr norðurbæ Hafnarfjarðar inn í Garðabæ með hele famelien, sem vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið að hafa manneskjuna heima í heilan dag.

Þetta var snilldarkvöld. Sumir mættu veikir en voru í feikna stuði og sér viðkomandi örugglega ekki eftir því. En þeir sem ekki létu sjá sig,,, þið mætið bara næst- því þetta verður bara að endurtaka..

Alla og Helga eiga þakkir skildar fyrir að vera svona góðir skipuleggjendur.

Með stuðkveðju,,,

Guðrún Inga

Hanemar, 14.5.2006 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband