Júró

Ég verð að taka undir með þeim sem hafa látið í sér heyra um próflokadjammið. Það var alveg mjög fínt. Í dag er svo aftur partídagur....Júró. Ég tók mig til að veðjaði, í local veðbanka, um að Silvía kæmist upp úr undankeppninni, myndi látta "fokk-ið" vaða og að Grikkland myndi vinna á laugardaginn. Held reyndar ekkert með Grikklandi - hef ekki einu sinni heyrt lagið. Heyrði bara einhvern segja að það væri sigurstranglegt og fannst það hljóma ótrúlega gáfulega.

Ég vona bara að þið, kæru félagar, skemmtið ykkur yfir Júró þótt sumir séu eflaust byrjaðir að lesa fyrir sjúkraprófin.

Kv.,

ÍHG 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úpss ekki reyndist Íris vera sannspá um gengi okkar "drottningar" hennar Silvíu ekki náði hún að koma okkur upp úr undanúrslitunum....jæja en sjáum til hver vinnur á laugardaginn...smá séns ennþá íris !!!

kv Ólöf

Ólöf (IP-tala skráð) 19.5.2006 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband