Og allir komu þeir aftur .....

Það er von okkar á ritsjórn síðunnar að allir hafi skilað sér heilir heim að loknum fjarnemadögum. Einhvern veginn fór mjög lítið fyrir flestum utan þess að Gestur fór á kostum á dansgólfinu á Vélsmiðjunni. Var hann klappaður upp hvað eftir annað á eftirminnilegan hátt.

Vinur minn, Jarlinn af Carlsberg, fékk nett hjartaáfall á leikritinu er hann var næstum skotinn í misgripum fyrir köttinn. Já hvað sagði ég ekki um svarta ketti !

Það er mitt álit að leikhúsferðin hafi brotið upp helgina á skemmtilegan máta og eitthvað sem ætti að vera fastur liður. Mjög skemmtilegt stykki og allir fóru brosandi út í kvöldið og nóttina.

Fyrst ég er farinn að tala um leikverk þá minni ég á það að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.

H.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband