Tíminn flýgur hratt

Það er með ólíkindum hvað tíminn flýgur áfram í þessu annars ágæta námi okkar.  Nú er rétt tæpir tveir mánuðir til prófa og einungis um 4 x 2 kennslustundir eftir í hverju fagi. Eins og svo oft áður marka fjarnemadagar ákveðin tímamót. Allt í einu hefur maður tilfinningu á að skólinn sé byrjaður og allt fer á fullt. Verkefnavinna hrannast upp og manni líður eins og námsmanni! Nú styttist einnig í brautskráningu margra úr hópnum og verður þeirra sárt saknað en það er líka fullt af skemmtilegu fólki sem verður eftir og mun skemmta sér saman næsta árið.

Vegna mistaka starfsmanna mbl.is þurfti að endurnýja öll lykilorð á blog.is og því hafa einhverjir komið að læstum dyrum hér á síðunni. Það er ekki verið að halda neinum úti. Lykilorð fæst uppgefið hverjum þeim er vill. Hafið bara samband.

Fyrir þá sem ekki vita var Jarlinn af Carlsberg í Fellaskóla á sínum yngri árum. Það er ótrúlegt hvað menn fá í bakið mörgum árum síðar. Af þessu tilefni hefur verið sett af stað söfnun og ef allir leggjast á eitt og senda Jarlinum kippu af Carlsberg á hann eftir að vinna þennan slag.

H.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband