Meistaranám

Nú hefur HA tryggt sér stuðning við meistaranámið frá nokkrum fjármálafyrirtækjum. Þessa frétt mátti finna á mbl.is:

Nokkur fjármálafyrirtæki skrifuðu í vikunni undir samning við Háskólann á Akureyri um að styðja við uppbyggingu meistaranáms í viðskiptafræði við skólann með fjárframlögum. Leggja þau fram alls 15 milljónir króna á næstu þremur árum.

"Við hlökkum til samstarfsins og væntum mikils af því," sagði Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Saga Capital við þetta tækifæri, fyrir hönd þeirra fjármálafyrirtækja sem koma að uppbyggingu meistaranáms í viðskiptafræði sem hefst hjá Háskólanum á Akureyri næsta haust.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Er ekki bara spurning um að taka framhald á þetta blessaða nám?

H.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki spurning..   en kannski ekki alveg strax

Helga Jóns (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 11:45

2 identicon

og n.b  það er líka hægt að fara í djamm ferðir norður án þess að vera í skóla...

þið getið alveg gert það  

helga Jons (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband