Nýtt krossapróf á síðunni

Timinn líður hratt á gervihnattaöld glumdi í viðtækjum landsmanna fyrir löngu síðan. Þessi texti á jafn vel við í dag og þá. Tíminn flýgur áfram og enginn fær neitt við ráðið. Það sést best á því að nú eru aðeins 7 vikur fram að próflokum annarinnar. Það er því ekki seinna vænna en að kanna hug ykkar til próflokadjamms.

Það er eiginlega skyldumæting þar sem mörg okkar eru í síðustu prófatörninni og útskrift blasir við! Ef einhverjir hafa hugmyndir um stað til að fara á má skella því í Athugasemdir. Það væri nú skemmtileg tilbreyting ef þetta lægi allt fyrir með góðum fyrirvara að þessu sinni.

Þetta verður því sannkölluð stórhelgi því laugardagurinn er frátekinn af Eika Hauks að fagna sigri í Helsinki og því fylgt eftir með stórsigri D-listans í Alþingiskosningum ... eða verður Ómar Ragnarsson næsti forsætisráðherra og Sumargleðin kemst á fjárlög?

H.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef heyrt að samkomuhúsið á Ólafsfirði sé ansi magnaður staður

Anna Louise (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 00:32

2 identicon

Algjör snilld ef hægt væri að plana þetta með þokkalegum fyrirvara svo maður geti brennt í bæinn og verið memm.

Systa (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 18:11

3 identicon

Úff, já nú skulum við taka þetta með trukki og hafa góðan fyrirvara :-)
Ætla aðeins að pæla í því hvar og hvenær...sendi svo annað comment.....annars líst mér nú betur á að halda partý í bænum....kannski við ættum að hafa þetta helgina eftir fyrst að það verður nóg að gera fyrir alla á laugardeginum og fólk geti nú aðeins hvílst eftir þessa þrautargöngu.....

Kveðja,
Alla

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband