Magnaðar móttökur í Sjöpenhán

Það er ekki hægt að segja annað en að móttökurnar hér voru ansi góðar. Jarlinn af Carlsberg fór í klippingu og rakstur í tilefni aðalfundar. Segið svo að kallinn sé ekki flottastur!

Farið vel með ykkur.

H.Mynd028

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á Business.dk má lesa að Danir hafa áhyggjur af nýrri íslenskri efnahagsinrás.  Eitthvað sem er kallað “Den Andre Svinge”. Samkvæmt Ole Bo-Hansen efnahagsspekúlant og sérlegum efnahagsráðgjafa Berlingske Tidende er sterkur orðrómur um að íslendingar ætli sér að kaupa meirihluta í öðru (ef ekki báðum) þjóðarstoltum Dana, nefnilega Carlsberg eða Tuborg. Ég hef það fyrir víst að það sé fótur fyrir þessum sögum. Sterkefnaður fjárglæframaður [nefnum engin nöfn en köllum hann “H”] sást koma við í Kaupþingi til að fá óstraujað Visa kort á leið til Leifsstöðvar. Annar maður sem oft hefur sést í félagsskap H sást með móttökuskilti í Kastrup. Á skiltinu sást áberandi “H” en ekki var hægt að greina hvort á skiltinu stóð “Hagkaup”, “Hafskip”, “Hjálp óskast við að klára lokaritgerð”, “HA Nemi – vinsamlegast gefið” eða “Herra H”.... Í samtali við Ole Bo-Hansen kom þó fram að sennilega hafa þessir íslensku fjárfestar fallið í sömu gryfju og aðrir landar þeirra við kaup á dönskum ölgerðum: að greina ekki nógu vel á milli kaupa á AFURÐUM fyrirtækjanna versus kaup á BRÉFUM fyrirtækjanna. Treystu Danir á það margreynda að Visa kortið íslenska verði farið að væla áður en þeir félagar fatti muninn.

Texas (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband