Dagur er að kveldi kominn

Það er óhætt að segja að dagurinn í dag hafi verið stórkostlegur. Veðrið lék við fundarmenn sem aldrei fyrr og fötunum hefur fækkað verulega frá því að lagt var í hann á Fróni. Í dag var boðið upp á 17° hita og gott ef maður kemur ekki verulega tan-aður heim Cool

Stórar ákvarðanir hafa verið teknar en þeim verður haldið leyndum fyrst um sinn vegna reglna í Kauphöll Íslands. Einhver nefndi Tuborg eða/og Carlsberg en ekkert er hægt að staðhæfa um það að sinni.

Liverpool vann Arsenal 4:1 í dag og ég minni á að enginn hefur enn hreppt miðann með mér til Aþenu á úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Margir hafa samt farið á fjörur við mig en ég þarf að vanda mig í þessari úthlutun Tounge

Kveðja frá Sjöpenhán,

H.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu hægur ég hélt að ég væri búin að tryggja mig í ferðina með bakkelsi !! Var það einhver misskilningur ég sem er búin að pakka og alles

kveðja Systa

MF (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband