Allt að komast á skrið

hæhæ

Það virðist ekki vera mjög mikið um að vera hérna ákvað að beiðni Helgu að setja inn einhverjar fréttir. Ég er loksins komin með vinnu eftir langa leit og margar neitanir Glottandi Fékk vinnu hjá Borgarbókhaldi er ráðin þar inn sem sérfræðingur. Er nú bara búin að vinna í tvö daga og fór sá fyrsti einungis í að lesa ársreikinga, fjárhagsáætlanir og vsk.námskeið. Í dag fékk ég ágætis verkefni sem kennir á hluta af bókhaldskerfinu sem er notað. Ég mun sem sagt kynnast öllum starfsþáttum áður en ég fer í sérhæfð verkefni upp á að vita um hvað málin snúast og geta haft yfirsýn. Þetta er allt voða spennandi, skrifstofan mín verður tilbúin eftir viku en á meðan er ég að vinna í svona opnu rými sem er ofboðslega fínt. Það er mjög gaman að vera farin að glíma við einhver svona vandamál sem ekki tengjast skólanum. Finnst reyndar frekar skrýtið að hugsa til þess að maður sé búinn með námið og að það eru einungis 2 dagar í útskrift Brosandi

Annars bara njótið sumarsins, það væri gaman að heyra hvað er að frétta af öðrum.

kv. guðrún g. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband