Skírteinið komið heim !

Þá er búið að stökkva til Akureyrar og fá þykkt umslag ásamt rós.

Ég, Helga og Eyjólfur (og mamma) skelltum okkur á ókristilegum tíma í flug til Akureyrar í gærmorgun til að setja punktinn fyrir aftan námið og taka við umslaginu og kinka kolli upp á sviði íþróttahallar á Akureyri.

Við enduðum þetta með sama hætti og byrjuðum þegar Eyjólfur leiddi okkur dömurnar inn á Hótel KEA í morgunkaffi fyrir athöfn þar sem við þurftum næringu og kaffi, auk þess sem setja þurfti upp andlit og lagfæra búninginn. Við rúlluðum þó ekki út af KEA núna eins og var á fyrstu fjarnemadögunumu okkar haustið 2003 heldur gengum út í dásamlegt veður hvert annað glæsilegra. Athöfnin var venjubundin, nokkuð löng ræða og síðan þrömmuðu kandídatar í halarófu og tóku við umslögunum.  Að athöfn lokinni var myndataka sem tók dágóða stund og þurftir sumir að stunda loftfimleika á meðan aðrir voru komnir með náladofa í lappirnar þar sem þetta tók tímann sinn. Síðan fórum við á Greifann og fengum okkur hvítlauk og einn kaldann fyrir flugið heim þar sem skipulagður gleðskapur var í hverju húsi Ullandi

Ég verð að mæla með því að mæta á staðinn, gaman að sjá alla samnemendurnar prúðbúna og geislandi af hamingju og fá það loksins á tilfinninguna að erfiðið hafi skilað tilætluðum árangri.

Hjartanlega til hamingju með útskriftina öll sömul og verum nú dugleg að halda við kynnunum. Það verður gaman að fylgjast með næsta vor þegar megnið af þeim fríða hópi sem hóf námið 2003 ljúka BAKKALÁRPRÓFI (heitir það í skírteininu).

 Jóhanna Lind, loksins orðinn viðskiptafræðingur Svalur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilegar hamingjuóskir til ykkar sem voruð að útskrifast í gær-var sko alveg með ykkur í anda og hlakka til að standa vonandi í sömu sporum á næsta ári;=)

Bestu kveðjur,
Íris Huld
Stykkishólmi

Íris Huld Sigurbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2006 kl. 14:26

2 Smámynd: Hanemar

Innilegar hamingjuóskir til ykkar allra sem voruð að útskrifast. Ég verð vonandi í þessum sporum eftir tvö ár.

kv. Guðrún A

Hanemar, 14.6.2006 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband