10 júni 2006

Sælt veri fólkið..

Ég er svo innilega sammála Jóhönnu Lind;  það er nauðsynlegt að fara norður við útskrift. Athöfnin sem slík er mjög hátíðleg og ekki var verra að það var 23°c hiti og sól. Við fórum þrjú með flugi og heim aftur sama dag og héldum okkar partý fyrir vini og vandamenn. Einfaldara getur þetta ekki verið.

Hvað tekur svo við var spurning sem sló í gegn í mínu partý-i... ég get svarið það að ég ætla ekki að gera neitt þar til í ágúst !! svo einfallt er það nú bara, ég ætla að eyða sumrinu með peyjunum mínum þremur og Bigga, planið er að fara vestur og til eyja og guð má vita hvað.

Það var pínu skondið en við hittum Halla (frá Selfossi) á Greyfanum en hann var að útskrifa konuna sína frá auðlindadeild. Stelpan þeirra sem er 10 ára sagði okkur alveg í óspurðum að mamma sín hefði verið í Háskóla alveg frá því hún var 6 ára!! og nú væri hún 10.. ,,alveg búin að fá nóg sú stutta" en akkurat þannig upplifi ég mína gutta.. þannig að nú ætla ég að gera mitt besta til að bæta þeim upp sl. ár.

En ég var sem sagt að setja inn nýjar myndir og vona að þið skynjið gleðina sem var hjá okkur fyrir norðan.

mbk Helga Jóns

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband