meira um útskrift

Ég er alveg sammála Jóhönnu og Helgu það er alveg nauðsynlegt að fara norður. Þetta var ofboðslega skemmtilegt og hátíðlegt. Það var svo gaman að sjá alla prúðbúna og allir í skýjunum yfir að hafa náð þessum merkilega áfanga. Ég hefði alls ekki viljað missa af þessu. 

Ég var svo ánægð með að Gísli skyldi hafa treyst sér til að koma, en hann var í brjósklosaðgerð fyrir mánuði síðan, hann stóð og gekk um þarna aftast og fylgdist með og sú stutta klappaði víst fyrir mér þegar ég tók við skírteininu :) Annars vorum við svo til öll fjölskyldan þarna, mamma, pabbi og litli bróðir mættu með mér frænka mín var líka að útskrifast sem hjúkka og hún gerði nú lítið annað en að smala inn viðurkenningum. Foreldrar hennar og fleiri voru með henni og um kvöldið fórum við að borða á Friðrik V. Sá staður er alveg magnaður, frábær matur og æðisleg þjónusta. Ég ætla svo að halda partýið þegar Gísli er orðinn alveg hress. 

Fyrir 10 árum var ég að vinna í sveit sem stuðningsfulltrúi og hitti ég ekki bara alla familíuna (sem ég vann hjá) við myndatökuna en elsta stelpa þeirra var einmitt að útskrifast úr kennaradeildinni. Það var ofboðslega gaman enda hefur maður ekki séð þau í heilan áratug. 

Ég mæli eindregið með að þið sem útskrfist næsta vor skellið ykkur norður, þetta er atburður sem maður vill ekki missa af. 

kv guðrún g.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband