Er matseðill að fæðast ?

Krossaprófið hér á síðunni er að fæða af sér ansi girnilegan matseðil. Eins og staðan er þegar þetta er skrifað lítur matseðillinn svona út:

  • Ferskt salat með kókos-sesam steiktum kjúklingi og mangó-karrýdressingu
  • Grillaðar nautalundir með grænpiparsósu og heitu kartöflusalati
  • Brownie með ís, súkkulaðisósu og jarðaberjum

Þetta er ekkert til að svekkja sig á!

Á morgun verður maturinn pantaður og því er enn hægt að taka krossaprófin. Þetta eru einu prófin þessa dagana sem ekki er hægt að falla í.

Enn er pláss fyrir fleiri í matinn - tökum nú eina lokasmölun í sameiningu.

H.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband