Fréttir af fjarnemadögum

Það er víst löngu kominn tími á eina færslu frá ritstjórn, þá fyrstu í haust !!

Fjarnemadagar hafa farið einstaklega vel fram og höfum við skemmt okkur konunglega eins og okkar er von og vísa. Skólasókn hefur aldrei verið betri en samt hefur ekkert verið gefið eftir á kvöldvökunum ! Sjálfur vil ég koma því á framfæri að ég var með 100% mætingu - eitthvað sem tókst aldrei þegar Jarlinn var í eftirdragi !!

Vísindaferðin var farin í Vífilfell og var drukkið úr eins og einum bruggtanki verksmiðjunnar. Að því loknu var haldið á Strikið/Parken sem er gamli Fiðlarinn og boðið var uppá meira öl og pizzahlaðborð. Dagskránni var þar með ekki lokið því næst var skundað á Amor þar sem hinir lögbundnu tveir kútar fjarnema voru drukknir. Hljómsveitin Eurobandið hélt uppi stuðinu á Vélsmiðjunni þar sem eingöngu voru teknir Eurovision slagarar og sungum við og tjúttuðum sem aldrei fyrr - tvö kvöld í röð Cool

Ólíklegasta fólk hefur stigið fram í sviðsljósið og djammað af meiri krafti en áður hefur þekkst. Margar sögur hafa verið sagðar og sú besta fjallar um húsbíl en ekki verður frekar fjallað um hana af virðingu við suma Whistling

Þetta er væntanlega næst síðasta fjarnemahelgin mín en ég er ekki frá því að þetta sé sú skemmtilegasta. Það er mikill auður fólgin í því að hafa kynnst frábærum samnemendum.

Við erum flottust !!

H.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já - við erum flottust!!!!

Iðunn (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 12:18

2 identicon

Öfund, öfund. því fjarnemadagarnir sem voru alltaf hörkuvinna , þá voru þeir líka svo  skemmtilegir og ákveðin þétting við hópinn

Ég hugsaði til ykkar, sér í lagi eftir dagana.  Frábært að dagarnir hafi verið svona skemmtilegir.  Komið nú með góðar sögur handa okkur hinum í næsta lunchi.

kv lindabjörk 

Linda Bjork Holm (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 22:14

3 identicon

Já það verður sögustund á næsta lunch-fundi. Kannski verður húsbíllinn til sýnis hjá sumum !!!! Say no more.

H.

Halli (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 23:51

4 identicon

Ú, bara spennandi að koma í næsta lunch :-)

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband