Próflokadjamm

Já, það er ekki laust við að smá spenna sé komin í mannskapinn vegna prófanna, og ekki síst próflokadjammsins. Í athugun er að fara með hópinn á Domo og vonandi fáum við svör og hugmyndir frá þeim fyrir helgina. Þetta gæti orðið massafín skemmtun sem ákveðið hefur verið að halda föstudaginn 14. desember.

Við vonumst að sjálfsögðu eftir klassamætingu frá útskrifuðum nemendum sem og þeim sem styttra eru á veg komnir. Rjóminn af útskriftarárgangi 2008 mætir að sjálfsögðu í bleiku ! 

Skemmtinefndin hefur aldrei verið betur mönnuð og hefur hún þurft að bægja frá landsfrægum skemmtikröftum sem vilja setja mark sitt á þetta kvöld.

Fylgist nánar með á síðunni. Gaman væri að fá comment, í Athugasemdir, um hugsanlega mætingu. Koma svo !

Halli - ég mæti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mæti - að sjálfsögðu í bleiku

Iðunn (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 23:09

2 identicon

Ég mun því miður ekki ná að mæta en verð með ykkur í anda

Kveðja, Alla Londonfari

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 00:06

3 identicon

Ég mæti í bleiku ekki spurning

Hildur (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 09:47

4 identicon

Ég mæti

kv Soffía

Soffía (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 13:51

5 identicon

Gott mál Halli, hlakka til að sjá þessa frábæru skemmtikrafta

Og fyrst að nemarnir verða allir í bleiku legg til að útskrifaðir mæti með hatta til að aðgreina sig frá fátækum námsmönnum :-)

Hlakka til að sjá ykkur

Helga Jónsdótir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 14:41

6 identicon

Ég mæti þá bara í bláu ef ég má ekki mæta í bleiku draktinni minni.

 Kv

Denni

Sveinn Jónsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband