Fjármálafallið

Það er alveg svakalegt að vera að klára þetta nám núna þegar búið er að finna frábæra leið til að taka það á auðveldan máta OG með fyrstu einkunn.

Þessi aðferð krefst samvinnu og gagnkvæmt traust en svínvirkaði núna í haust.Þessi aðferð er í raun bara þróun eða afbrigði af svokölluðu „Fjármálafalli“ en eins og allir vita var það svona:

1) Fara öll í próf en gera samkomulag að svara EKKI meira en 45% af efninu.

2) Þegar einkunn er birt má vænta 100% fall. Þeir sem voru vissir á þessum 45% fá þá 4,5 en aðrir í samræmi við árangur. Neðst 1,0.

3) Láta kennari kæra prófið.

4) Allir hækkaðir í samræmi við hæstu einkunn. Þar sem hún er aldrei meira en 4,5 sem hækkar þá um 5,5 í 10 þá verður lægsta einkunn 1+5,5=6,5  

 

„Fjármálafallið - Hafnarfjörður“ (FH) er þróaðri afbrigði af orginal „fjármálafalli“ og er skelfilega simpílt í allri útfærslu. Í stað þess að svara 45% að hámarki þá má mest svara 35%! Þá verður hæsta mögulega einkunn 3,5 sem verður þá hækkuð í 10 eða um 6,5. Þannig fá þeir sem skrifa bara nafnið sitt 1+6,5=7,5 og þar með fyrstu einkunn!!  

 

„Fjármálafallið – Halló Hafnarfjörður“ (eða FH^2) er enn þróaðri aðferð. Jafnvel efni í lokaritgerð. Hún gengur út á að allir skrifi BARA nafnið sitt og hámarkseinkunn verður 1,0. Þannig – samkvæmt kenningunni – ættu allir að vera hækkaðir í 10. Helsti vandinn við FH^2 er að finna sér eitthvað til að gera í 55-58 mínútur (eftir lengd nafns) áður en maður fer heim og æfir sig í að skrifa nafnið sitt fyrir næsta próf.

GT


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og vænta mátti þá voru það ekki fjarnemar sem gerðu það að verkun að einhverjir þurftu að þreyta prófið aftur í dag, heldur var það fyrst og fremst ósamstaða hjá staðarnemum (2 voru með meira en 6) sem gerir það að verkum að flest okkar ná ekki fyristu einkunn.

 Denni

Denni (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 17:55

2 identicon

OMG Gestur þú klikkar ekki frekar en fyrri daginn

Íris (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband