Ævintýraferð

 Þá er fjarnemadögum á Akureyri lokið. Erum eiginlega sammála um að hafa verið brjálæðislega duglegar og hafa haft hryllilega mikið að gera. Höfum unnið frá morgni til kvölds án þess að það hafi bitnað óhóflega á sósíallífinu. Lentum reyndar í smá ævintýri á leiðinni heim – allavega finnst okkur borgarbörnunum merkilegt að lenda í byl á heiðum. Fengum fyrir vikið lögreglufylgd yfir Holtavörðuheiði eins og fínar frúr þar sem bílar höfðu farið útaf og löggan var í því að kippa ökumönnum aftur á veginn. Ferðin öll gekk samt vel og var líka skemmtileg. Meðfylgjandi er mynd af ferðalagi okkar á heiðinni.

Alla, Elfa, Íris og Ólöf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hanemar

jæja,,, það er naumast.

Eins gott að hafa lögreglumenn sem eru tilbúnir í að redda hlutunum :-)

Hanemar, 17.10.2006 kl. 09:33

2 Smámynd: Hanemar

Aldeilis ævintýri hjá ykkur stelpur... Enginn snjór á okkar leið yfir Laxárdalsheiðina og heim í Hólm en svolítið af roki og rigningu enda bíllinn frekar drullugur þegar heim var komið. Held að við höfum bara líka verið ágætlega duglegar, Hólmaratríóið. Annars er aðalhausverkurinn þessa dagana hjá manni að láta sér detta í hug gott efni í lokaritgerð. Hugmyndir??

Bestu kveðjur,

Íris Huld (Íris Hin...;=)

p.s. Helga, saknarðu okkar ekkert???

Hanemar, 17.10.2006 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband