Fámennt en góðmennt

Hittingurinn á Vegamótum í gær var fámennur en afskaplega góðmennur. Mikið rætt og spjallað um lífsins gagn og nauðsynjar.

Ástandinu í þjóðfélaginu voru gerð góð skil þar sem útskrifaðir ásamt væntanlegum útskrifarnema rifjuðu upp snilli sína frá námsárunum ásamt því að ræða um alla þá gríðarlegu góðu menntun sem nýtist í starfi og leik í dag.

Sérstkalega var rifjað upp GRI og MKE, því það sem þar var kennt hefur komið að geisimikilli notkun nú á síðustu og verstu tímum. Einnig var farið út í mun alvarlegri umræður sem snérust um uppbyggilegar ferðir erlendis þar sem golfkylfur voru hafðar í hliðarhólfi, hvernig hægt er að efla starfsanda með kökum og bjórkvöldum þegar fyrirtækin eru að draga saman seglin, hvernig best sé að klæða sig  þegar partý eru annars vegar ásamt fleiri góðum ráðum sem nýtast til daglegra athafna.

Eitt er víst, að það verður enginn svikinn af HA hittingi, því þar eru efstu mál á baugi hverju sinni gerð góð skil og kryfjuð til mergjar

Hvet ykkur öll að mæta í næsta hitting sem verður fimmtudaginn 11.apríl -alltaf gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband