Til hamingju með daginn viðskiptafræðingar !!!

Sælt veri fólkið...

Í dag var hópur af fjarnemum að útskrifast, það er ekki að spyrja að því að blíðan var með eindæmum fyrir norðan og ég er ekki frá því að maður hafi aðeins tekið lit Cool

Í fyrstu vél voru ég, Ólöf og Halli... ég (Helga) skellti mér að sjálfsögðu með Ólöfu sem einlægur stuðningsaðilli og ég get sagt ykkur að það var bara næs að sitja sem áhorfandi, því þetta var 300 manna tískusýning LoL annars var fullt af fjarnemum mætt á staðinn og eins og myndirnar sýna voru allir í hátíðarskapi

Með bestu kveðju

Helga Jóns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt Helga - fínar myndir í blíðunni fyrir norðan. Það kom svo í ljós um kvöldið að hópmyndatakan hafi tekið aðeins of langan tíma þar sem ég var brunninn öðru megin í andlitinu, þar sem ég stóð aðeins á hlið í myndatökunni !!!

Mælirinn í bílnum sýndi 19 stig og himinninn var alveg heiðskýr. What a day .

HH. 

Halli (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 13:20

2 identicon

til hamingju kæru félagar. Dásamlegt. skemmtilegar myndir. Halli varstu ekki í miðjunni í hópmyndatökunni???? Ættirðu ekki að hafa rautt Rúdolf nef???

Hafið það gott í sumar, sjáumst í lunch í haust.

kveðja Linda björk

Linda Björk (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 21:12

3 identicon

Þar sem við Gestur erum svo breiðir vorum við beðnir um að standa á hlið til að skyggja ekki á aðra. Afleiðingin er öllum kunn.

HH.

Halli (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 00:03

4 identicon

Til hamingju krakkar

kveðja

Ásta

Ásta Lárusdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 15:09

5 identicon

Til hamingju með útskriftina. Þið eruð öll snillingar

Anna Guðrún

Anna Guðrún (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband