Einkunn fyrir krossapróf 1 og mikilvæg atriði

Góð mæting var í prófið sem var í léttari kantinum að þessu sinni. Spurt var um hvort almenn sátt væri um nýtt útlit síðunnar og merktu um 82% við rétt svar og teljast hafa staðið áfangann. Það voru samt heil 18% sem misstu sig á músinni og þurfa að taka næsta krossapróf hið fyrsta.

Mikilvæg atriði:

  • Heimsóknum á síðuna hefur fjölgað gríðarlega sem gerði það að verkum að mbl.is og blog.is fóru á hliðina fyrr í kvöld. Unnið er að framtíðarlausn á vandamálinu.
  • Mikilvægt er að vísa öðrum nemendum á síðuna þar sem tilgangur hennar er að hún verði einskonar hugarhreinsun okkar allra, þá er ég ekki að meina heilaþvottur - nóg komið af honum. Þannig getur hún kannski kallað fram einstaka bros, sem ekki veitir af eftir allt tuðið í Hafnfirðingum í vetur. Já nei, það þýðir ekkert að klaga mig til rektors fyrir þessi ummæli !
  • Taka þátt í krossaprófinu um próflokadjamm. Einn heppinn þátttakandi fær fría bílferð á fjarnemadaga með ritstjórn ! Stutt er í birtingu einkunna úr prófinu.

Gangið annars hægt um gleðinnar dyr þessa helgi. Ég minni á próf á mánudag í Skattskilum fyrir lengra komna, Mats- og kerfisfræði (þessi áfangi er ekki á Matvælabraut) og Stærðfræði I sem er áfangi sem skilur hismið frá kjarnanum.

Góða nótt af skrifstofu ritstjórnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband