Próflokadjamm

Jæja kæru samnemendur. Nú styttist í próflok, sumir eru búnir en aðrir eiga allt að 3 próf eftir.

Krossapróf á síðunni gefur til kynna að mikill áhugi sé á því að hittast á föstudag og gera eitthvað saman. Ritstjórar síðunnar, Halli og Ingi, og ritstjóri athugasemda, Gestur, eiga samanlagt 7 próf eftir sem gefur okkur ekki mikinn aukatíma í skipulag. Þess ber þó að geta að öll prófin okkar eru EASY!

Nú skorum við á fólk að fara að nota síðuna meira í stað þess að lesa bara bullið í okkur. Notið nú athugasemdirnar til að koma með tillögur að stað sem við getum hist á og fengið okkur smá í tánna. Allar tillögur eru vel þegnar og MUNIÐ að þetta er EKKI lokaður klúbbur Besserwissera!

Nú verður spennandi að sjá viðbrögð ykkar - tíminn til að gera ráðstafanir er að renna út.

Kveðja,

Ritstjórn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hanemar

Jæja skyldu hafa verið gefnir margir frestir í skattskilum í dag...allir svo alvarlegir í því prófi.....og einn og einn svitadropi sást jafnvel

Hanemar, 11.12.2006 kl. 17:43

2 Smámynd: Hanemar

Halli minn,  

Segðu okkur bara hvar þú verður og við finnum okkur góðan stað! 

GT

Hanemar, 11.12.2006 kl. 18:46

3 identicon

Ég var búin að heyra áhuga fyrir Sálarballi, Ólöf er með nánari upplýsingar um það. Ákveðum bara eitthvað, skiptir ekki máli hvað þegar hópurinn er góður :-)

Kveðja,
Alla

Aðalheiður (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 20:31

4 identicon

Spurningin er hvort fólk vill fara eitthvað út að borða saman. Þá þarf að finna stað asap og vita fjöldann sem ætlar að mæta. Hinn kosturinn er að hittast einhversstaðar og panta mat þangað. Þá er bara spurning hvar við getum hist - leigja/fá lánaða aðstöðu frá 19-24 eða hvað? Koma svo stelpur !

Halli

HH (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 21:12

5 Smámynd: Hanemar

Nú er bara spurning hvort að einhver lumi á þrusuglósum í GRI ( kvenna-gri ) ...eða hafi skúru á sínum snærum, þá er vel skoðandi að ég opni mitt heimili ( sem að ber þess merki þessa daga að ég er meira í Menntasetrinu en heima að þrífa ) til að fagna próflokum þann 15.des. ....er hann Halli nokkuð með fjölda áhugasamra á hreinu ?

kv ÓEE

Hanemar, 12.12.2006 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband