Snillingar....

Mikið rosalega er ég ánægð með ykkur strákar !! þið standið ykkur vel í blogginu og gaman að sjá hversu vel þið haldið utan um okkar litla hugarfóstur.

Af vinnumarkaðinum er allt gott að frétta, þetta er bara þið vitið þessi hefðbundna nine to five vinna og svo bara heim og dúlla sér eftir það, laus við allt samviskubit... Hef samt verið í beinu sambandi við Ólöfu vinkonu en reyni að taka þetta ekki mikið inná mig, sef þó í gulu og með glósur undir koddanum svona til að sína móralskan stuðning, svo þykist ég líka alltaf vera rosalega þreytt eins og hún og ég ætla heldur ekkert að fara í strípur fyrr en öll prófin eru búin.

Aðal lestrarefni þessa önnina hafa verið bækur og tímarit á íslensku s.s. Séð og Heyrt, sjáflstyrkingabækur af ýmsum toga til að byggja upp auma sál eftir langvarandi háskólabókarlestur og svo í seinni tíð auðvitað Gestgjafinn... allt eru þetta góð og gangleg rit.

Með kveðju

Helga Jónsdóttir ,,útskriftarhópur 2006"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband