Gleðilegt ár!

Þá er komið að nýrri önn og flestir bíða spenntir eftir að geta byrjað á nýjan leik. Kennsla hefst eftir helgina og stefna ótrúlega margir á útskrift í vor. Stefnan er að birta Völvuspánna eftir helgi en Völvan sér fyrir um ótrúlegustu hluti á næsta ári. Það verður engin lognmolla á komandi önn og meðal þess sem Völvan sér eru tvær fjarnemavikur á árinu. Meira verður ekki gefið upp að svo stöddu - fylgist með. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hanemar

Þessi póstur var sendur inn á spjallið fyrir Viðskipta- og raunvísindadeild á WebCT

"Sæl öll sömul.

Nú er stjórn Reka að byrja á því að skipuleggja næstu önn. Þar sem fjarnemar hafa látið heyra í sér í vetur, hefur stjórnin ákveðið að leitast eftir því hjá fjarnemum að 1,2 eða 3 fjarnemar komi til liðs við okkur með að skipuleggja fjarnemadagana sem verða í lok febrúar.
Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að láta okkur vita. Hægt er að senda mail á ha050376@unak.is, eða reki@fsha.is.

Með kveðju,
Stjórn Reka "
Er ekki við hæfi að ritstjórar síðunnar taki þetta verkefni að sér?Kveðja,Elísabet

Hanemar, 8.1.2007 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband