Aðalfundi slitið

Fundarhöldum lauk með formlegum hætti í gærkvöldi. Ferðin hefur í alla staði verið frábær og skemmtunin mikil. Verkefnavinna hefur þó verið í öndvegi og oft lært langt fram á nætur. Þessi ferð á eftir að skila sér í góðum einkunnum í vor!

H. 


Dagur er að kveldi kominn

Það er óhætt að segja að dagurinn í dag hafi verið stórkostlegur. Veðrið lék við fundarmenn sem aldrei fyrr og fötunum hefur fækkað verulega frá því að lagt var í hann á Fróni. Í dag var boðið upp á 17° hita og gott ef maður kemur ekki verulega tan-aður heim Cool

Stórar ákvarðanir hafa verið teknar en þeim verður haldið leyndum fyrst um sinn vegna reglna í Kauphöll Íslands. Einhver nefndi Tuborg eða/og Carlsberg en ekkert er hægt að staðhæfa um það að sinni.

Liverpool vann Arsenal 4:1 í dag og ég minni á að enginn hefur enn hreppt miðann með mér til Aþenu á úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Margir hafa samt farið á fjörur við mig en ég þarf að vanda mig í þessari úthlutun Tounge

Kveðja frá Sjöpenhán,

H.

 


Nýr dagur upprisinn

Í Kaupmannahöfn er dejligt. Veðrið býður upp á 15° og sól og vorið er svo sannarlega löngu komið. Í gær fóru fram venjuleg aðalfundarstörf og ekki laust við þreytu í mannskapnum undir kvöld. Dagurinn í dag verður notaður til að hitta gamla kollega og taka eina eða tvær kollur Whistling

Farið vel með ykkur og ekki gera neitt sem ég myndi ekki gera!

H.


Magnaðar móttökur í Sjöpenhán

Það er ekki hægt að segja annað en að móttökurnar hér voru ansi góðar. Jarlinn af Carlsberg fór í klippingu og rakstur í tilefni aðalfundar. Segið svo að kallinn sé ekki flottastur!

Farið vel með ykkur.

H.Mynd028

 


Undirbúningur aðalfundar hafinn

Í gær hófst undirbúningur aðalfundur. Farið var yfir nýjar tillögur og málin rædd í þaula. Ákveðið hefur verið að næsti aðalfundur verði haldinn í Lima í Perú. Skráning er hafin.

More to come ..... 

H.


Gott ferðalag - góð ritstjórn - góðir félagar

Dagurinn heppnaðist einstaklega vel og kemur okkur til góða þegar á reynir! Ritstjórnin er að gera merka hluti eða þannig ....

Það er nú einu sinni þannig að hópurinn, þ.e. fjarnemar í Hfj.  samanstendur af frábæru fólki og fyrir það ber að þakka. Ég held að allir séu sammála um það að yfir höfuð erum við nánari en við gerum okkur grein fyrir. Það fer samt ótrúlega lítið fyrir sumum sem má skrifa á miklar annir í lokaverkefni. Þið sem standið í þeim sporum mega vita að þíð eigið stuðning okkar allan (love is all around) .

Bestu kveðjur frá CPH,

 

H.


Köben færist nær

Sit hér í drullubúllunni á Keflavíkurflugvelli og sendi eitt blogg á síðuna okkar. Brottför hefur tafist um heilar 45 mínútur og spurning hvort reyni á ferðatafatrygginguna. Er ekki svoleiðis á þínu korti, Jarl af Carlsberg?

Fyrsti bjórinn er svakalega góður - Carlsberg varð fyrir valinu.

Meira síðar.

H.


Aðalfundur ritstjórnar

Um helgina verður haldinn aðalfundur ritstjórnar. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn í Kaupmannahöfn og er reiknað með mikilli gleði enda árangur síðasta árs með eindæmum. Engu er til sparað og verða fljótandi veitingar í hávegum hafðar. Fréttum af fundinum verða gerð góð skil á síðunni alla fundardagana. Fylgist með!

 H.


Flott viðbrögð við próflokadjammi

Nemendur hafa tekið vel við sér í krossaprófinu um próflokadjamm. Það er greinilega mikil eftirvænting í gangi og flest allir til í að lyfta sér upp um leið og þessu lýkur. Persónulega tel ég lang best að klára þetta um leið og prófum lýkur þann 11. maí. Þetta verður bara þétt og góð helgi W00t

Nefndin vinnur þetta áfram og þið fáið að fylgjast með. Allar hugmyndir eru meira en velkomnar. Látið ljós ykkar skína!

H.


Fagnað verður á verkefnahelgi í KBH

Við félagarnir, Jarlinn og Haraldur, erum nú að fagna sameiginlegum áfanga. Í dag fengum við ný kort frá viðskiptabönkum okkar.

Haraldur fékk forláta PLATINIUM kort frá vinum sínum í Kappaflingfling. Hann fær þetta helsta, aðgang að drullubúllum á flugvöllum ásamt minimum heimild upp á milljón o.s.frv. (Ætli nýr jeppi sé ekki á leiðinni, sami en bara í lit númer 3).

Halli var þó ekki sá eini sem datt í lukkupottinn því ég var að fá í pósti svokallað basis kort frá Nordea, þetta er stórglæsilegt kort sem brúkast einungis í hraðbönkum og eru færslur fríar mánudaga út fimmtudaga. Um helgar og á næturnar borga ég ca 45 isk fyrir úttekt. Helstu fríðindin eru þau að þetta er ótrúlega handhægt kort sem er einkar hentugt í kortaveski. Léttleikinn er ráðandi í hönnun þessa korts en það er grátt með nafninu mínu í high caps í sérstöku letri sem einungis er notað af Nordea. Ég kann þessum aðilum gríðarlegar þakkir fyrir traustið að fá þetta kort í hendurnar og lofa ég því að þetta verði einungis notað á tillidögum.

 Við ætlum að fagna þessum áfanga á barnum á First Hotel Skt. Petri næstkomandi fimmtudag kl 20:00. Auðvitað viljum við bjóða öllum í drykk eða tvo vegna ríflegrar heimildar sem Halli er með. Bæði kortin verða til sýnis.

 Kv,

 Jarlinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband