Timinn líður hratt á gervihnattaöld glumdi í viðtækjum landsmanna fyrir löngu síðan. Þessi texti á jafn vel við í dag og þá. Tíminn flýgur áfram og enginn fær neitt við ráðið. Það sést best á því að nú eru aðeins 7 vikur fram að próflokum annarinnar. Það er því ekki seinna vænna en að kanna hug ykkar til próflokadjamms.
Það er eiginlega skyldumæting þar sem mörg okkar eru í síðustu prófatörninni og útskrift blasir við! Ef einhverjir hafa hugmyndir um stað til að fara á má skella því í Athugasemdir. Það væri nú skemmtileg tilbreyting ef þetta lægi allt fyrir með góðum fyrirvara að þessu sinni.
Þetta verður því sannkölluð stórhelgi því laugardagurinn er frátekinn af Eika Hauks að fagna sigri í Helsinki og því fylgt eftir með stórsigri D-listans í Alþingiskosningum ... eða verður Ómar Ragnarsson næsti forsætisráðherra og Sumargleðin kemst á fjárlög?
H.
Bloggar | 22.3.2007 | 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Háskólinn á Akureyri tók í dag stórt skref inn í öldina sem löngu er hafin þegar ný heimasíða var tekin í notkun af ráðherra menntamála, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Síðan "okkar", Stefanía hefur að sama skapi fengið andlitslyftingu og virðist þetta í fljótu bragði hafa heppnast býsna vel. Vel gert !
Í tilefni dagsins hefur þessi síða verið poppuð upp í þeirri veiku von að fólk verði virkara að setja inn hugleiðingar sínar hér. Ef við vökvum ekki blómið steindrepst það bara !
Nú er gamla góða lykilorðið orðið virkt á ný.
H.
Bloggar | 21.3.2007 | 19:45 (breytt kl. 20:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja, þá er komið að seinni fjarnemadögum annarinnar. Að þessu sinni heldur undirritaður í björgunarleiðangur til Kongens Köbenhavn. Verkefnið er ærið - leitin að Jarlinum af Carlsberg! Drengurinn er lagstur í lokaverkefnis þunglyndi og mér er ætlað að leita hann uppi á pöbbum borgarinnar, þurrka hann og draga hann að landi í lokaritgerðinni.
Brottför af stæði er þann 29. mars og ef einhver vill leggja mér lið er öll aðstoð vel þegin. Ég þekki nokkra sem myndu una sér vel í þessari ferð!
H.
Bloggar | 17.3.2007 | 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú hefur HA tryggt sér stuðning við meistaranámið frá nokkrum fjármálafyrirtækjum. Þessa frétt mátti finna á mbl.is:
Nokkur fjármálafyrirtæki skrifuðu í vikunni undir samning við Háskólann á Akureyri um að styðja við uppbyggingu meistaranáms í viðskiptafræði við skólann með fjárframlögum. Leggja þau fram alls 15 milljónir króna á næstu þremur árum.
"Við hlökkum til samstarfsins og væntum mikils af því," sagði Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Saga Capital við þetta tækifæri, fyrir hönd þeirra fjármálafyrirtækja sem koma að uppbyggingu meistaranáms í viðskiptafræði sem hefst hjá Háskólanum á Akureyri næsta haust.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.
Er ekki bara spurning um að taka framhald á þetta blessaða nám?
H.
Bloggar | 10.3.2007 | 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Undirritaður fékk óvæntan glaðning í email í dag:
We are pleased to inform you that, as a result of the lottery process, your Application with the Booking ID: xxxxx for the UEFA Champions League Final 2007 on 23rd May at the Olympic Stadium in Athens (Greece) has been successful.
The following ticket(s) have been allocated to you: 2 tickets in Category 2.
Nú er bara að vona að Liverpool fari alla leið! Áhugasamir ferðafélagar leggi inn fyndið comment í Athugasemdir. Að sjálfsögðu er allt frítt !
H.
Bloggar | 8.3.2007 | 19:39 (breytt kl. 19:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er með ólíkindum hvað tíminn flýgur áfram í þessu annars ágæta námi okkar. Nú er rétt tæpir tveir mánuðir til prófa og einungis um 4 x 2 kennslustundir eftir í hverju fagi. Eins og svo oft áður marka fjarnemadagar ákveðin tímamót. Allt í einu hefur maður tilfinningu á að skólinn sé byrjaður og allt fer á fullt. Verkefnavinna hrannast upp og manni líður eins og námsmanni! Nú styttist einnig í brautskráningu margra úr hópnum og verður þeirra sárt saknað en það er líka fullt af skemmtilegu fólki sem verður eftir og mun skemmta sér saman næsta árið.
Vegna mistaka starfsmanna mbl.is þurfti að endurnýja öll lykilorð á blog.is og því hafa einhverjir komið að læstum dyrum hér á síðunni. Það er ekki verið að halda neinum úti. Lykilorð fæst uppgefið hverjum þeim er vill. Hafið bara samband.
Fyrir þá sem ekki vita var Jarlinn af Carlsberg í Fellaskóla á sínum yngri árum. Það er ótrúlegt hvað menn fá í bakið mörgum árum síðar. Af þessu tilefni hefur verið sett af stað söfnun og ef allir leggjast á eitt og senda Jarlinum kippu af Carlsberg á hann eftir að vinna þennan slag.
H.
Bloggar | 5.3.2007 | 12:04 (breytt kl. 12:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kæru samnemendur.
Við eigum svo sannarlega verk fyrir höndum. Óskað er eftir sjálboðaliða í tilraun til að gera lítið úr nemendum við HR.
Eina skilyrðið er að hafa góðan grunn í Tölfræði.
Verkefnið er að toppa þetta.
Áhugasamir tjái sig í Athugasemdir.
Ég veit af reynslu að innan okkar raða er fullt af fólki sem fer létt með þetta.
Í boði er titillinn "Jarlinn af Opal" og hillupláss í Hall of Fame við hliðina á "Jarlinum af Carlsberg".
H.
Bloggar | 2.3.2007 | 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þær eru misjafnar prófareglurnar í háskólum víða um heim. Í Freiburg í Þýskalandi gildir þessi prófaregla. Skyldi þvagblöðrusjúkdómur einkenna nema í Hafnarfirði?
H.
Bloggar | 1.3.2007 | 20:35 (breytt kl. 20:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er von okkar á ritsjórn síðunnar að allir hafi skilað sér heilir heim að loknum fjarnemadögum. Einhvern veginn fór mjög lítið fyrir flestum utan þess að Gestur fór á kostum á dansgólfinu á Vélsmiðjunni. Var hann klappaður upp hvað eftir annað á eftirminnilegan hátt.
Vinur minn, Jarlinn af Carlsberg, fékk nett hjartaáfall á leikritinu er hann var næstum skotinn í misgripum fyrir köttinn. Já hvað sagði ég ekki um svarta ketti !
Það er mitt álit að leikhúsferðin hafi brotið upp helgina á skemmtilegan máta og eitthvað sem ætti að vera fastur liður. Mjög skemmtilegt stykki og allir fóru brosandi út í kvöldið og nóttina.
Fyrst ég er farinn að tala um leikverk þá minni ég á það að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
H.
Bloggar | 27.2.2007 | 14:48 (breytt kl. 14:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú eru fjarnemadagar hafnir og flestir mættir í höfuðstað norðursins. Í dag kl. 17 stendur til að heimsækja Glitni og njóta veitinga sem þar verða á boðstólum.
Á morgun kl. 20 er svo ferð í leikhúsið en nokkrir menningarvitar hafa skráð sig í þá ferð en undirritaður á enn 6 miða eftir ef einhver hefur áhuga. Ég verð með miðana í Glitni í dag. Fyrstur kemur fyrstur fær. Einnig má melda sig í Athugasemdir.
Halli.
Bloggar | 23.2.2007 | 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
HA nemar
-
Inga Vala Jónsdóttir
inga@sudavik.is -
Guðrún Antonsdóttir
gudrunant@internet.is -
Iðunn Arnarsdóttir
idunna@simnet.is -
G. Soffía Guðmundsdóttir
soffiag@hotmail.com -
Guðbjörg Guðbrandsdóttir
guggag@hive.is -
G. Ásta Lárusdóttir
astal@iav.is -
Guðrún Inga Guðlaugsdóttir
gudrung@sjova.is -
Gestur Traustason
gesturtr@hotmail.com -
Haraldur Haraldsson
lava@mi.is -
Gyða Steinsdóttir
gydast@simnet.is -
Jóhannes Már Sigurðarson
johannesmar@visir.is -
Dagmar Þórleifsdóttir
daja@internet.is -
Kristín Þorgeirsdóttir
stinaogeyjo@simnet.is -
Guðrún Guðmundsdóttir
gudrun.gudmunds@gmail.com -
Helga Jónsdóttir
helgabiggi@internet.is -
Elísabet Árnadóttir
betaarna@simnet.is -
Íris Hrönn Guðjónsdóttir
irishg@internet.is -
Jóhann Rúnar Kjærbo
kjaerbo@internet.is -
Haraldur Örn Reynisson
haraldur@emax.is -
Margrét Árnadóttir
maggaogjoningi@internet.is -
Dagný Thorarensen
dagnyt@internet.is -
Alda Smith
smith@simnet.is -
Linda Björk Holm
lholm@internet.is
Við rúllum þessu upp -
Íris Huld Sigurbjörnsdóttir
irishuld@hive.is -
Berglind Rut Hauksdóttir
berglindh@simnet.is -
Anna Guðrún Auðunsdóttir
anna@heima.is -
Þóra Einarsdóttir
thora72@simnet.is -
Ólöf Edda Eysteinsdóttir
eddaey@simnet.is - Jóhanna Lind
-
Þórlaug Jónatansdóttir
thorlaugjonatans@gmail.com
Þetta tekur enda!! -
Atli Kristjánsson
atli@rjc.is -
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir (Alla)
allaiceland@gmail.com
allaiceland -
Gunnlaug Olsen Jóhannesdóttir (Gulla)
gullaolsen@yahoo.com -
Elfa Björk Björgvinsdóttir
elfa@visir.is