Nú styttist í fjörið - 6 miðar eftir

Enn á ný er komið að fjarnemadögum - þeim síðustu hjá mörgum. Það þýðir aðeins eitt, fjörið verður örlítið meira en venjulega !

Skráning í leikhúsið rennur út í vikunni. Skráning fer fram hjá Reka en þar sem ég tók 15 miða Sick frá (má vera meira!) þarf að koma þeim út. Eftirtaldir hafa skráð sig í gegnum mig:

  1. Halli í gluggaröðinni
  2. Ingi lífskúnstner
  3. Elísabet Árnadóttir
  4. Gestur Traustasti
  5. Gestur II
  6. Anna Louise
  7. Anna Louise II
  8. G. Ásta Lárusdóttir
  9. Valgerður Sig (Vala)

Nú er spurning hverjir fleiri vilja bætast í hópinn. Skráið nöfnin ykkar í comments sem fyrst. ATHUGIÐ EKKI ÞARF AÐ SKRÁ SIG HJÁ REKA. Ég hef greitt fyrir þessa miða og því greiðið þið mér fyrir norðan.

Kveðja, Halli


Bjórleysi veldur ritstíflu !

 

Það fór eins og ritstjórn grunaði - fréttaflæði á vefnum stöðvaðist þegar jólabjórinn kláraðist. Nú hefur okkur tekist að fá tilraunablöndur af páskabjórnum og því ætti síðan að fara að lifna við enda stutt í fjarnemadaga.

Nú er unnið hörðum höndum að dagskrá fyrir fjarnemadaga og verður hún sennilega á svipuðum nótum og áður. Ef þátttaka fæst stendur til að hafa vísindaferð á föstudeginum og fara í leikhús á laugardeginu og skorum við á ykkur að taka vel í það framtak - leikhús, borða, ball !

Um er að ræða leikritið Svartur köttur eftir Martin McDonagh. Brjálæðislegt leikrit, fyndið og djarft!

Athugið að sýningin er ekki við hæfi barna (Ingi - ég redda pössun fyrir þig).

Svartur köttur var frumsýnt í Bretlandi fyrir fjórum árum og var valið gamanleikrit ársins af þarlendum gagnrýnendum. Nú í vor var það svo frumsýnt á Broadway þar sem leikhúsunnendur halda ekki vatni.

Úr ummælum gagnrýnenda:

„Ímyndið ykkur Monty Python í einni sæng með Quentin Tarantino" - Time Out

„Þetta er fyndnasta leiksýning á Broadway í dag - og klárlega mesti spennugjafinn" - New York Times

„Stórkostlegt" - Daily News

„Blóðugasta verkið á fjölunum í dag" - The New York Observer

„Leikhús verður ekki betra" - The Wall Street Journal

„Mér stóð allan tímann" - Gestur Traustason

„Ég fer aftur og aftur - har har har" - Bjarni Hjarðar

 

Þetta er góð leið til að gera eitthvað uppbyggilegt til tilbreytingar!

 

Meira síðar.

HH.


Framtíðarkonur Íslands

Elfu partý
Þær allra flottustu

Klöppum fyrir Halla og Guggu !!!

Vegna áskorunar frá Reka um að vinna með fjarnemum að næstu fjarnemadögum fór fram mikil en óformleg kosningabarátta í kaffipásu ný liðinninar viku. Var þá Gugga kosin næstum einróma til að sæma okkur sem fulltrúi en fast á eftir kom Halli Whistling. En var það allt vegna þeirrar þrusu ræðu sem hann flutti á seinustu fjarnnemadögum og mun hún seint líða okkur úr minni. Kemur líklega fast á eftir ræðu Martins L. "I have a dream" á spjöld sögunnar Wink .

Klöppum fyrir þeim sem vilja vinna að málum fjarnema svo fjarnema helgin verði nú sem best!!!

Kv. Kosningastjórinn Halo (sem reyndar skipaði sig sjálfur).....

 


Gleðilegt ár!

Þá er komið að nýrri önn og flestir bíða spenntir eftir að geta byrjað á nýjan leik. Kennsla hefst eftir helgina og stefna ótrúlega margir á útskrift í vor. Stefnan er að birta Völvuspánna eftir helgi en Völvan sér fyrir um ótrúlegustu hluti á næsta ári. Það verður engin lognmolla á komandi önn og meðal þess sem Völvan sér eru tvær fjarnemavikur á árinu. Meira verður ekki gefið upp að svo stöddu - fylgist með. 

Gleðileg jól

Ritstjórn óskar öllum fjarnemum HA gleðilegra jóla með von um góðan árangur í janúarprófum LoL.

Síðan gekk í endurnýjun lífdaga í miðjum próflestri og hefur því verið vel tekið. Það er stefnan að halda áfram á sömu braut á nýju ári.

Það er von okkar að fleiri verði virkari með efnisöflun á síðuna. Gildir þá einu hvort það sé satt eða logið - en hafa verður í huga að aðgát sé höfð í nærveru sálar.

Fljótlega verður birt á síðunni hin árlega Völvuspá ritstjórnar í tíu liðum. Fylgist spennt með !

Kveðja, HH & IJS


Myndir frá Rossopommodoro

Sælt veri fólkið... þannig var að ég (Helga) var óvænt með vinkvennahópnum mínum að borða á sama stað og próflokadjammarar.

Auðvitað var engin af djömmurunum með myndavél þannig að ég smellti af nokkrum sem eru í myndaalbúmi.

En það var gaman að sjá ykkur og mér sýnist eins þið koma ágætlega undan lestri.

Kveðja Helga Jónsd


Próflokadjamm ákveðið

Hin frábæra ritstjórn vefsins hefur tekið af skarið og pantað borð á morgun.

Við eigum pantað borð kl. 20:00. Pantað var fyrir 15 manns en ekkert mál er að bæta fólki.

Rossopomodoro

Laugavegi 40 a

Hver pantar fyrir sig af matseðli.

Eftirtaldir hafa skráð sig:

  1. Halli
  2. Ingi
  3. Gestur
  4. Viktoría
  5. Guðrún Antons
  6. Anna Guðrún
  7. Elísabet (hugsanlega bara eftir mat v/vinsælda)
  8. Gugga
  9. Soffía frænka
  10. Valgerður Helga
  11. Ólöf Edda
  12. Gauja Brazil
  13. Alla
  14. Elfa Björk (eftir mat á Grillinu!)
  15. Íris
  16. Gulla Olsen
  17. Jói Ragnars

Skráið ykkur í athugasemdir og ykkur verður bætt á listann. Og látið þetta ganga!

Ritstjórn

 


Og það var djamm ....

.... enginn skráði sig - tralallala.

Það hafa vægast sagt verið litlar undirtektir við próflokadjammi. Lítið hægt að skipuleggja fyrir vikið!

Sendur var póstur á Reka:

"F.h. fjarnema í Hafnarfirði langar mig að varpa á þig einni spurningu. Við stefnum á smá próflokadjamm á föstudag og viljum láta á það reyna hvort REKI sé til í að greiða fyrir bjórkút eða eitthvað sambærilegt."

Ekki stóð á svar:

"Við erum að skoða þetta og athuga hvort að við getum gert eitthvað fyrir ykkur. En hvað erum þetta margir sem eru að fara að hittast og hvaða hugmyndir eruð þið með."

kv. Rakel Ýr

Er að spá í að svara: "Þetta er bara fyrir Halla, Inga og Gest. 19 lítra kútur ætti að duga. Ef Ólöf mætir líka veitir ekkert af 30 lítra kút."

En ekki meir um það í bili. Áhugasamir noti athugasemdir til að tjá sig ef áhugi er á þátttöku.

Ritstjórn.


Tímamótapróf ?

Í dag fer fram merkilegt próf. Annar ritstjóri síðunnar þreytir próf þar sem færa má sterkar líkur að undirbúningur hafi tekið lengri tíma en áætlaður próftími.

Jafnvel þótt 16,67% forgjöf sem hann hefur á próftíma (má sitja lengur inni um 10 mínútur pr. klst. vegna eymsla á r..khönd) sé reiknaður inn í jöfnuna þá er líklegt að undirbúningur fyrir þetta próf hafi í heild verið meiri en 4:40 klst. Svo er bara spurning hvað hann situr lengi í prófinu!

Meiðslin á hendi ritstjórans má einnig rekja til þungaflutninga eins og sjá má ef smellt er á myndina. Til að létta sér lífið fékk hann sér hjól með bögglabera.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband